Enn lengjast asnaeyrun á Ólafi borgarstjóra.

Ég verð hreinlega að viðurkenna að ég skil þetta mál ekki. Mér sýnist að Sjálfstæðisflokkurinn sé kominn út í sama kviksyndið og sprengdi meirihluta Framsóknar og Sjalla í fyrra. Mér sýnist líka að Ólafur borgastjóri sé enn einu sinni dreginn á asnaeyrunum í samstarfinu. Flugvallarmálið er dæmi um það hvernig hann kokgleypir mál enda er það örugglega hluti af greiðslu hans fyrir borgarstjórastólinn.

Kannski er þetta mál svona flókið eða ég svona vitlaus en mér sýnist að borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins séu á allan hátt að ganga á bak orða sinna frá því fyrir 100 dögum. Hvernig í ósköpunum á að vera hægt að bera virðingu fyrir stjórnmálamönnum sem snúast eins og höfuðsóttarrollur og vita ekki sitt rjúkandi ráð. Þetta lið er eiginlega óskiljanlegur hópur manna og kvenna sem hafa enga stefnu og kunna ekki til verka. Mér sýnist að 9% liðið stefni enn að nýju meti.

Ef ég hefði einhverja trú á Ólafi borgarstjóra mundi ég reikna með að hann kæmi skikki á þessi mál en því miður er fjarri að ég hafi þá trú þegar ég sé hvernig hann stendur við orð sín og skoðanir í málefnum Reykjavíkurflugvallar.


mbl.is Tillaga um sölu á REI?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ef borgarstjóri getur vitnað í þá niðurstöðu stýrihópsins að REI sé 100% í eigu almennings og stendur fast á því er hann samkvæmur þeirri niðurstöðu en ekki þeir, sem vilja nú að REI verði að hluta til hlutafélag.

Ómar Ragnarsson, 18.4.2008 kl. 08:41

2 Smámynd: Víðir Benediktsson

Rétt það á ekki að terysta fólki sem segir eitt en meinar annað.

Mér deddur nokkuð í hug strax .

Fagra Ísland:Fresta álversframkvæmdum- ISG

Taka Ísland af lista hinna staðföstu þjóða- ISG

Engin skólagjöld-Samfylkingin

Gjaldfrjáls Vaðlaheiðagöng- K. Möller 

Óréttlátt fyrir neytandur að ríkið græði á hærra eldsneytisverði- K. Möller 

og margt fleira sem ég rifja upp síðar. 

Víðir Benediktsson, 18.4.2008 kl. 12:02

3 identicon

Það breytir því ekki að sjálfstæðismenn tala 180° miðað við borgarstjóra. Þá mátti sjást í asnaeyrun hjá Ólafi þegar hann kom frá útlöndum beint í settið og þurfti að tala fyrir uppbyggingu umferðamiðstöðvar í Vatnsmýrinni. Það var ansi reykásarlegt viðtal.

Víðir: Þegar þú ferð á veiðar þá vonar þú eftir bátsfylli af fiski. Stundum kemurðu hálfur í land (ekki... fullur) og þannig er það. en þeir fiska sem róa. Ég veit um bæjarfulltrúa sem hafa sjaldan skoðanir. Sitja hjá oftar en ekki. Veist þú um skoðanalausa bæjarfulltrúa?

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 18.4.2008 kl. 12:10

4 Smámynd: Páll Jóhannesson

Hvort sem eyrum lengjast eður ei - er hann klárlega með asnaeyru það sést á vinnubrögðum meirihlutans..... sem ætlaði að láta verkin tala.

Páll Jóhannesson, 18.4.2008 kl. 17:24

5 Smámynd: Óskar Þorkelsson

hvað verk ? Hausverkin :D

Óskar Þorkelsson, 18.4.2008 kl. 17:55

6 Smámynd: Páll Jóhannesson

Enda skrifaði ég ,,ætlaði að láta verkin tala" sennilega verður lítið annað en að talað um einhver verk en þeim mun minna um að þau verði að veruleika...

Páll Jóhannesson, 19.4.2008 kl. 00:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband