Mikil einföldun að halda að allt lagist.

Mér finnst hlutur nagladekkja í svifryksumræðunni nokkuð drjúgur. Auðvitað eiga nagladekk hlut af því að tæta upp malbik en það á almenn umferð þátt í burséð frá nöglum. Orsakir svifryks og samsetning er illa rannsakað mál á Íslandi. Við erum stundum snögg til hér á landi að kenna einhverju um og oft erum við tíbúin að finna einfaldar lausir á spurningum og festumst síðan í þeirri umræðu.

En hvað er svifryk og hversu skaðlegt er það ? Fáeinar rannsóknir hafa verið gerðar á því ryki sem safnast hafa í mæla í Reykjavík og staðfest að í því eru ýmis skaðleg efni sem rekja má til nagla og tjöru. Einnig er í mælum ýmiskonar náttúrulegt ryk sem fylgir almennri umferð og fýkur upp þegar ekið er um götur...burtséð frá nagladekkjum. Einnig eru opin svæði þar sem ekki er bundið slitlag og þyrlast úr. Stórt vandamál er gríðarleg óhreinindi sem berast inn á götur frá framkvæmdasvæðum. Hver hefur ekki séð slóðir af mold og dullu eftir stóra vörubíla sem taka með sér mold og jarðveg af framkvæmdasvæðum og allir vita að illur frágangur á pöllum vörubíla skilja eftir sig slóðir sem fjúka síðan í vindi og þurrki.

Hér á Akureyri hefur mælst tölvuvert svifryk. Það hefur ekki verið rannsakað vísindalega og því lítið vitað um þau efni sem í því eru. Þó hef ég séð sláandi mun á efni úr svifryksmæli hér í bæ og mæli við Grensásveg í Reykjavík. Reykjavíkursýnið er kolsvart en það Akureyrska ljósbrúnt. Í augum leikmanns og óábyrgt.... greinilega allt annað.

Það er nauðsynlegt að gera rannsóknir á samsetningu því hér kemur svo ótal margt annað til greina. Það er ekki nóg að banna nagla og halda að þá falli allt í ljúfa löð. Hér þarf rannsóknir og breytt hugarfar. Aukin þrif gatna, aðrar hálkuvarnir, herða á reglum um haugskítuga vörubíla á götum o.s.frv. Ef til vill erum við að nota lélegt efni í malbik...hver veit ? Þegar þetta er síðan skoðað í samhengi ásamt nagladekkjanotkun skulum við takast á við vandann.


mbl.is Búist við miklu svifryki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Ljós er að svifrykið á sér ýmsar rætur. Nærtækast er auðvitað að líta sér næst og sérstaka athygli vekur athygli okkar slit gatna af völdum nagladekkja verulega.

Hluti svifryks á sér annan uppruna: uppblástur er víða mjög mikill og eftir ríkjandi vindáttum á hverjum stað kann rykið að berast langar leiðir í sterkum og þurrum vindi. Sennilega á svifryksmengun sér einhvern uppruna á uppblásturssvæðum Norðausturlands en kunnugt er að landið norðan við Vatnajökul er úrkomurýrasti hluti landsins. Sjá má á gróðurfari í Þingeyjarsýslum hve auðnirnar eru æpandi. Fyrir um aldarfjórðungi mátti fyrir hver jól heyra auglýsingar um e-ð hangiket kennt við Hólsfjöll glymja í eyrum landsmanna. Þarna hefur Landgræðslan barist með misjöfnum árangri gegn gróðureyðingu og hefur oft þurft að lúta í lægra haldi. Nú eru þessir bæir sem kenndir eru við Hólsfjöll sennilega allir með tölu komnir í eyði enda dettur engum heilvita manni að hafa sauðfjárhald á þessu erfiða gróðureyðingarsvæði.

Í Reykjavík er hluti svifryksins upprunnið af hálendinu sunnan Langjökuls en Biskupstungnaafréttur var lengi vel eitt versta uppblásturssvæði á Suðurlandi. Þegar eg var í sveit fyrir meira en 40 árum í Hrunamannahreppi mátti oft sjá í vaxandi norðanátt að skyndilega birgðist sýn til Langjökuls. Oft var innan stundar óþægilegt að vera utandyra og sáust þá ekki lengur Bjarnafell, Högnhöfði og önnur fjöll ofan byggðar í Biskupstungunum sökum uppblásturs einkum á Haukadalsheiði sem þá var að eyðast. Að einhverju leyti er svifryksmengun í Reykjavík upprunnið á Reykjanesskaganum og jafnvel söndunum á Suðurlandi.

En við þurfum að beina fjármagni í rannsóknir á þessu fyrirbæri jafnframt að skattleggja alla mengandi starfsemi hvort sem er útblástur frá farartækjum, bílum, flugvélum, skipum og öðrum vélknúnum farartækjum, stóriðjunni og einnig þarf að taka á að dekkjanaglar séu skattlagðir.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 17.4.2008 kl. 08:04

2 Smámynd: Þórarinn Þórarinsson

Auðvitað er ekki hægt að kenna nagladekkjum alfarið um svifriksvandann, það breytir því þó ekki að þau eru hluti af þessu vandamáli, og það sem meira er, þau eru ónauðsynleg og veita falskt öryggi. Þó svo að það myndi ekki leysa allan vanda að banna þau, þá myndi það í það minnsta vera skref í rétta átt. Vandamálið er bara það að okkar steingeldu pólitíkusar þora ekki að banna þau, þeir gætu jú tapað atkvæðum, það eru t.d. mörg ár síðan ég las rannsókn sem var gerð hér á landi um það að hemlunarvegalengd nagladekkja á þurru/blautu malbiki er lengri en ónelgdra dekkja. Þannig eru aðstæður jú c.a. 80-90% af nagladekkjatímabilinu. Þess á milli ætti fólk nú að hafa vit á að keyra örlítið hægar. Að auki er óþolandi hljóðmengun af þessum óþarfa. Sjálfur hef ég ekki verið á nöglum í 5 ár og aldrei lent í tjóni á þeim tíma. 7-9-13. Og þó keyri ég mikið norður yfir heiðar allan ársins hring, þetta er bara spurning um að vera á góðum ónegldum vetrardekkjum og keyra eftir aðstæðum hverju sinni.

Það er ekki endalaust hægt að sólunda fé í rannsóknir og nefndarstörf, það þarf engan vísindamann til að sanna það að nagladekk fara illa með götur, þau rífa upp malbikið og spúa því upp í loftið, svo bætir það gráu ofan á svart þegar menn ausa salti á göturnar alla daga sem leysir upp tjöruna, það er hrein þvermóðska að halda því fram að þetta hafi lítið sem ekkert að segja um loftgæði í borginni.

Ég er sammála þér með drullutrukkana, í dag búa íbúar höfuðborgarsvæðisins á stærsta framkvæmdasvæði landsins, það væri nær að eyða peningunum í að halda við gömlum og grónum hverfum sem grotna niður á meðan smákóngarnir reisa fílabeinsturnana sína á síðustu grænu svæðum höfuðborgarsvæðisins.

Þórarinn Þórarinsson, 17.4.2008 kl. 09:29

3 Smámynd: Morten Lange

Steinrykið, úr götunum eða annarsstaðar frá,  er ekki það versta, það bara vegur þyngst. Bókstaflega, en sérfræðingar í svifryki tala um að miklu frekar ætti að miða við fjölda agna eða samtals yfirborð agna.

Meira um svifrykið hér :

http://mortenl.blog.is/blog/mortenl/entry/370097/

http://mortenl.blog.is/blog/mortenl/entry/124535/ 

  Og enn er meira :  

http://www.google.com/search?q=site%3Amortenl.blog.is+svifryk 

Morten Lange, 17.4.2008 kl. 12:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 818825

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband