Veit stjórnarandstaðan af þessu ?

Jæja....þá er enn eitt atriðið komið fram sem VG og hinn freðni formaður Framsóknarflokksins geta kent ríkisstjórn Íslands um. Um allan heim berjast menn við sama og svipaðan vanda, verðlag snarhækkar, lausafjárþurð banka og ýmis kreppueinkenni eru að koma fram eftir neyslufyllerý síðustu ára.

Ef ég þekki VG rétt munum þeir kenna ríkisstjórn Íslands um ástandið í heiminum af því" hún gerir ekki neitt". Máfllutingur formanns þeirra er ábyrgðarlaus og einkennist að einföldunum og tilraunum til að slá pólitíkískar keilur. Vandi okkar hér á landi er ærin eins og heimsins alls. Allsstaðar er vandi á ferð og mikilvægt að menn rasi ekki um ráð fram og standi saman að lausnum. Bankar heimsins eru víða í alvarlegum vanda og að mati VG og Guðna er það ríkisstjórn Íslands að kenna eins og allt hitt.

Þessi málflutningur dæmir sig sjálfur og allir sem vilja vita það er að vandi okkar nú er ekki afleiðingar stjórnarhátta síðustu nokkurra mánaða. Þetta er vandi sem hefur orðið til síðustu árin og margir voru búnir að spá að svona gæti farið. En staða okkar er nokkuð góð miðað við sumar þjóðir. Ríkissjóður skuldlaus og bankarnir sterkir. Nú þurfa menn að einhenda sér í að fara að ráðum bestu sérfræðinga og ég vona svo sannarlega að stjórnarandstaðan hætti þessum einföldunum og fari að taka á málum af ábyrgð. Málflutingur, sérstaklega VG er dapurlegur.

Efnahagskerfi heimsins er undir í þessari umræðu en ekki eingöngu vandi sem þröngt sjónarhorn formanns VG skynjar þessa dagana. Sennilega ræður hann illa við að taka víðara horn er vanda sauðfjárbænda á Langanesi.


mbl.is Fjármálaráðherrar „í áfalli“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jón Ingi, Samfylkingarmaður, hin ferðaglaða ríkisstjórn Íslands leggur sitt lóð á vogarskála vandamála heimsins, flögrandi um á einkaþotum. 

Eftir að Samfó komst í stjórn, ráða þau sér ekki af kæti, ferðast um alla Jarðarkúluna í nafni "hinnar virku utanríkisstefnu" í einhverjum veruleikaflótta frá efnahagsvanda Íslands.

Fólk hér í landinu er almennt sammála um að ríkisstjórnin þurfi nú að fara í vinnufötin og sinna innanríkismálum landsins.

Guðmundur Fr. Arnarson (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 09:20

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Stjórnmálamenn eru ætíð á ferð ýmissa erinda. Þessi bjánlega umræða um ferðagleði er ekki svaraverð. Svona hefur þetta verið í áratugi...enda liggja skyldur Íslands víðar en á steppum Langness..  munurinn er að fjömiðlar hafa haft gaman af að fjalla um slíkt að undanförnu. Ferðalög eru hvorki meiri eða minni nú en undanfarin ár.

Jón Ingi Cæsarsson, 15.4.2008 kl. 11:03

3 identicon

Svona umræða er bjánaleg, ef Samfylkingin á í hlut, og því ekki svaraverð finnst þér - ekki satt?  Engin afsökun að svons hafi þetta verið í áratugi. 

Hvaða skyldur ertu að tala um?  Var ekki gamli stofukommin, Ingibjörg Sólrún á móti veru NATÓ á sínum tíma?   Nú flýgur hún í einkaþotu til að gera sér dælt við þann félagsskap sem hún var svo mikið á móti og skálað með hinum NATO-ráðherrunum þar.  Þetta er kannski ekki svaravert.

Hvað er Össur að gera svona mikið erlendis?  Flytja út störf frá Íslandi til þróunarlanda.  Það liggur við að allt landið og miðin (nema Suð-Vesturhornið, kjördæmi Þórunnar Sveinbjarnardóttur, ISG, Gunnars Svavarssonar og Össurar)munu upplifa samdrátt og atvinnuleysi nú á næstunni.   Álver í Helguvík rann ljúflega í gegnum kerfið.  Álver á Bakka mun hljóta mjög erfiða fæðingu, spái ég, verði það þá nokkuð af veruleika.  Kannski mun Samfylkingin sýna umhverfislega ábyrgð og meðvitund þegar í tilviki álvers á Bakka, og beita sér gegn álveri þar?

Frekar þunnur þrettándi að skýla sér bak við það, "að ferðalög (á Saga-Class) hafi alltaf verið svona mikil hérna áður fyrr".

Ég skil vel að það sé eftirsóknarvert að vera ráðherra, enda stefni ég á það.  Velborguð vinna, fín fríðindi og eftirlaun, ókeypis ferðalög á kostnað skattborgaranna, fullt af kokteilboðum, ókeypis bíll með einkabílstróra, og svo hittir maður og kynnist fullt af áhugaverðu fólki út um allan heim.

Guðmundur Fr. Arnarson (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 13:28

4 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Flott að heyra í þér ágæti Guðmundur.

Það er eðlilegt að gerðar séu ríkari kröfur til Samfó en annarra flokka enda er hann flokkur réttlætis og jafnréttis.

X S. 

Jón Halldór Guðmundsson, 15.4.2008 kl. 21:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband