Húsin hans Guðjóns Samúelssonar.

Kirkjan nærmyndSaga húsa sem Guðjón Samúelsson teiknaði er skrautleg. Ekki allra endilega, en mörg af hans þekktustu verkum hafa farið illa og gríðarlegar tölur hafa sést við upptekt og endurbætur þeirra. Hallgrímskirkja er byggð á árunum 1945 og telst hafa lokið 1986. Það er langur byggingartími. Ég man ekki alveg það langt aftur í Reykjavík að það sé skýrt í huga mínum þegar aðeins kapellan var komin og var notuð til helgihalds. Það er aftur á móti skýrt í huga mínum hversu lengi menn voru að reisa turninn annarsvegar og svo kirkjuskipið sem kom síðast. Þetta getur ekki verið gott fyrir nokkra byggingu, yfir 40 ára byggingartímabil.

Aðeins að þekktum húsum Guðjóns...svo nokkur séu nefnd. Akureyrarkirkja. Hún er með svipuðu byggingarformi og Hallgrímskirkja... steinsúlur  og pallar. Það er þegar búið að gera stórfelldar og kostaðarsamar endurbætur á Akureyrarkirkju og fyrirséð að viðhald hennar verður mjög erfitt til framtíðar.

Þjóðleikhúsið... allir vita hversu hrikalegar steypuskemmdir hafa orðið á því húsi og ég kann ekki að nefna hvað viðhald og endurbætur þessar kunna að kosta.

Þjóðminjasafnið. Það kostaði hundruð milljóna að nánast endurbyggja það hús. Það var að grotna niður fyrir allra augum en nú er það til sóma. Það vita það allir að viðhald þess til lengri tíma mun kosta þjóðina gríðarlegar fjárhæðir og eins verður það með Þjóðleikhúsið sem ég nefndi áðan.

Fleiri hús Guðjóns sem eru með svipuðu sniði, steypuverk með flötum pöllum sem frost og vatn á Íslandi vinna auðveldlega á. Háskóli Íslands, Landakot, gamli Gagginn á Akureyri, nú hluti af Brekkuskóla eru ofurseld þessum vanda sem á eftir að kosta okkur ófáa milljarðana í framtíðinni.

En það er nú samt mikill svipur af öllum þessum húsum og landið og þjóðin væri fátækari ef ekki hefði komið til á sínum tíma. Það er allavegana ljóst að stuðlabergið við Svartafoss þolir betur veðrun en mannanna verk en þangað er talið að Guðjón hafi sótt hugverk sín að einhverju leiti. Þó vinnur náttúran á hinum náttúrulegu stuðlum af öryggi þó ekki gangi það eins hratt og vinnst á þeim manngerðu.


mbl.is Hallgrímskirkjuturn klæðist vinnupöllum á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Karl Tómasson

Mikið tekur þú skemmtilegar og fallegar myndir  Jón.

Bestu kveðjur úr Mosó frá Kalla Tomm.

Karl Tómasson, 13.4.2008 kl. 22:19

2 identicon

JIC er myndasmiður og hugmyndasmiður. Gagginn er hættur að leka.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 13.4.2008 kl. 22:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 818826

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband