13.4.2008 | 11:29
Lýðræðisdagurinn á Akureyri
Það var skemmtileg stemming í Brekkuskóla í gær. Þar var haldinn lýðræðisdagur. Dagurinn var haldinn undir yfirskriftinni "Þú og ég Akureyri"
Tilgangurinn er fyrst og fremst að efla íbúalýðræðið og koma af stað frjóum umræðum um það hvernig bæjarbúar sjái fyrir sér að gera megi Akureyri að ennþá betri bæ.
Dagskráin hófst kl. 13.00 og stóð til kl. 17.30. Fólk gat rætt málin í átta ólíkum málstofum þar sem fjallað var um ýmis áhugaverð málefni sem varða hag bæjarbúa.
Á fundinum gafst bæjarbúum tækifæri til að hafa áhrif á bæjarbraginn, deila skoðunum sínum og sjónarmiðum með öðrum, og láta gott af sér leiða í bæjarmálum almennt.
Málstofurnar voru eftirfarandi:
Íbúalýðræði
Framsaga: Ágúst Þór Árnason
Umræðustjóri: Margrét GuðjónsdóttirMengun, umferð og lýðheilsa
Framsaga: Pétur Halldórsson
Umræðustjóri: Kristín Sóley SigursveinsdóttirGöngu- og hjólreiðastígar
Framsaga: Guðmundur Haukur Sigurðarson
Umræðustjóri: Inga Þöll ÞórgnýsdóttirLýðheilsa og skipulag
Framsaga: Matthildur Elmarsdóttir
Umræðustjóri: Karl GuðmundssonHæglætisbær eða heimsborgarbragur?
Framsaga: Hólmkell Hreinsson
Umræðustjóri: Katrín Björg RíkarðsdóttirVistvernd í verki. Allra hagur.
Framsaga: Stella Árnadóttir
Umræðustjóri: Gunnar GíslasonAð eldast á Akureyri.
Framsaga: Sigrún Sveinbjörnsdóttir
Umræðustjóri: Þórgnýr DýrfjörðAkureyri fjölskylduvænt samfélag.
Framsaga: Jan Eric Jessen
Umræðustjóri: Sigríður StefánsdóttirÞað var mál manna að þarna hefði tekist mjög vel til og fólk virkt og tók vel þátt í umræðum og margar skoðanir komu fram. Mér tókst að taka þátt í tveimur málstofum en hefði svo gjarnan viljað vera víðar en ekki varð á allt kosið.
Það verður örugglega framhald á þessu og vonandi tekst að gera þetta að árvissum atburði að boðað sé til atburða þar sem bæjarbúar geta komið skoðunum sínum á framfæri með beinum hætti. Ritarar tóku niður allt sem fram fór í málstofunum og það verður birt í bæjarblaðinu Vikudegi síðar í þessum mánuði.
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.