Loks snýst umræðan um það sem mestu máli skiptir.

Umræða undanfarinna daga hefur farið úr böndum. Ásakanir á hendur Vegagerðar, samgönguyfirvalda og fleiri hafa verið aðalumræðuefni fjölmiðla og fréttamanna og annarra undanfarna daga. Löngunin í að "negla" einhvern hefur yfirskyggt skynsamlega umræðu og náði ákveðunum hæðum í fyrradag og í gær. Mér finnst einhvernveginn að fréttamenn, m.a. hafi tapað sjónar á aðalatriðum málisins til fá smá "skúbb".

En nú hefur Umferðarstofa hafi málfluting um það sem skiptir meginmáli og nokkrir bloggarar hafa þó reynt að draga fram í umræðuna. Ábyrgð á akstri ökutækis getur aldrei færst á þriðja aðila. Mér var kennt það þegar ég lærði á bíl að haga akstri ætíð eftir aðstæðum. Ef það er gert verða varla slys og þá helst ef bilanir valda. Akstur um svæði á Reykjanesbraut þar sem framkvæmdir hafa verið eru svo sannarlega ekki eftir aðstæðum og það hef ég séð í hvert skipti sem ég hef ekið þarna en það er ekki oft síðan þetta varð svona.

En hér er fréttakorn og fréttatilkynning frá Umferðarstofu þar sem reynt er að draga umræðuna á það stig að menn geri sér grein fyrir því hvað það er sem skiptir mestu máli. Ábyrgð á akstri liggur alltaf hjá ökumanni.


mbl.is Ökumenn hagi akstri eftir aðstæðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Aldeilis sammála þessu - Þarfir pistlar, bæði hjá þér og Umferðarstofu. Nöldrarinn er búinn að vera á þjóðvegunum í áratugi og aka á þriðju milljón kílómetra. Samt sem áður er hann ennþá jafn hissa á hvað allir virðast þurfa að taka mikla áhættu á ferðum sínum.

Nöldrarinn (IP-tala skráð) 11.4.2008 kl. 11:55

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þó svo margir gagnrýna Kristján Möller þá verður að segja að hann hefur staðið sig með prýði, jafnvel þó hann sé ekki búinn að setja Sundabraut á áætlun.

Helst hefði Mosi viljað að höfuðborgarsvæðið hefði haft samgönguráðherra. Þá hefði kannski verið meira framkvæmt í samgöngumálum Suðvesturlands.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 11.4.2008 kl. 12:36

3 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Ef við fengjum einn samgönguráðherra fyrir hvert kjördæmi, væri þá málið leyst?

Nei, ég held ekki.  Málið er að Kristján er að reyna að vera ráðherra alls landsins og til dæmis í kördæmi hans eru mörg brýn verkefni. Það eru líka brýn verkefni annars staðar.  

Suðurlandsvegur, Sundagöng og Reykjanesbrautin. Þetta eru allt mál sem eru á fullu í kerfinu. Og þrátt fyrir að þær séu í kjördæmum sem hafa ekki átt samgönguráðherra árum saman.

Mér finnst sumirþingmenn hafa fengið aðkenningu af hrepparíg undanfarna daga.  Þegar alvarleg slys verða, þá verður að tala varlega.  Ekki má dæma fyrirfram, jafnvel þó að manni langi til að koma höggi á ráðherra.

Við erum með harðduglegan mann í Kristjáni Möller. Eigum við ekki að  sýna honum sanngirni.

Jón Halldór Guðmundsson, 11.4.2008 kl. 16:27

4 Smámynd: Óskar Þorkelsson

að grunni til hefuru rétt fyrir þér Jón en þú skilur eftir áhættuþáttinn sem er sá að þeir sem lenda í slysi eru oft ökumenn sem keyra eftir aðstæðum en eru keyrðir niður af öðrum sem ekki keyrir eftir aðstæðum.. til þess eru vegabætur og samgöngubætur til þess að koma í veg fyrir slík slys...

Ég er ekki hræddur um að ég lendi í því að keyra á annan ökumann við svona aðstæður.. ég er hræddur um að hann keyri á mig og valdi mér og mínum tjóni.

Svona hjal verður til þess að ekkert er að gert... sbr suðvesturhornið sem er algerlega svelt í samanburði við landsbyggðina í vegamálum.. tilviljun ?  NEI.

Óskar Þorkelsson, 11.4.2008 kl. 17:57

5 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Er suðvestur hornið svelt hvað?

Ég held að það megi nú skoða þessa fullyrðingu ansi vel.

Hins vegar verður að taka mjög alvarlega hins geysimörgu slys sem orðið hafa á Suðurlandi.  Það hlýtur að verða að skoða það hvort hægt sé að tryggja öryggi þar hið fyrsta. Bestu kveðjur. 

Jón Halldór Guðmundsson, 11.4.2008 kl. 23:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband