4.4.2008 | 18:15
Er þetta kjánahópur ?
Nú er ég hissa. Héldu þessir menn virkilega að ráðherra gæti gefið afslátt frá alþjóðaöryggisreglum bara si svona. Ég hafði samúð með málstað þessarra manna þó svo ég hafi ekki verið sammála þeim aðferðum sem þeir hafa beitt.
En nú held ég að ég endurskoði hug minn. Þegar hugarfar manna gengur út á að fá afslátt af öryggisreglum sem settar eru almenningi til varnar lýkur mínum stuðningi. Og halda það að ráðherra samgöngumála semji við þá yfir borðið á staðnum um slík lýsir kjánaskap.
Ég vildi óska þess að menn haldi þessari baráttu innan skynsamlegra marka... með þessu lagi hverfur öll samúð með málstaðnum eins og dögg fyrir sólu.
Gagnslaus fundur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 818826
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 21
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ertu nokkuð búinn að kynna þér þessar svokölluðu öryggisreglur Jón og til hvers þær voru settar og til höfuðs hverjum ??
Óskar Þorkelsson, 4.4.2008 kl. 18:22
Ég þekki þessar reglur....ég starfa í flutningabransanum
Jón Ingi Cæsarsson, 4.4.2008 kl. 18:26
þá gætiru svarað spurningunni :) ég vinn við þetta líka.
Óskar Þorkelsson, 4.4.2008 kl. 18:30
1. Bílstjóri má aka í allt að 9 klst á hverjum degi (þar er bara átt við þann tíma þegar bifreiðin er á ferð, annar tími dregst frá) Þetta getur þýtt í raun 12 - 14 tíma vinnudag. Þar að auki má hann tvisvar í viku lengja virkan aksturstíma upp í 10 tíma.
2. Eftir akstur í 4,5 klst þarf bílstjórinn að taka sér a.m.k 45 mínúta hvíld. Hann má skipta þessari hvíld upp að vild sinni á tímabilinu, eina skilyrði er að hver hvíld sé a.m.k. 15 mínútur hver. Þarna snýst málið fyrst og fremst um skipulagshugsun bílstjórans. Að halda því fram að aka EIGI í 4,5 tíma og VERÐI bílstjórinn að taka sér hvíld óháð stað eða stund er bara einfaldlega rangt.
3. Bílstjórinn þarf að ná 11 klst. hvíld á hverjum sólarhring. Hann má stytta hvíldina niður í 9 klst. tvisvar í viku og einnig má hann breyta hvíldartímanum þannig að lengsti samfelli tími sé 8 klst og í allt 12 klst þann daginn.
4. Bílstjórinn þarf að fá einn hvíldardag í viku hið minnsta, þ.e. eftir hverja sex daga aksturslotu.
Mér finnst þetta varla til að gefa af því afslátt eða hvað.... þú veist hvernig fer fyrir fólksbíl sem verður fyrir svona drekum ef menn missa einbeitingu augnablik...eða hvað
Jón Ingi Cæsarsson, 4.4.2008 kl. 18:35
Þetta fékk til láns frá góðri umfjöllun Sveins Inga Lýðssonar ökukennara sem hann birti á blogginu sínu. Þetta er skýrara en copypasta lagatexta og reglugerð
Jón Ingi Cæsarsson, 4.4.2008 kl. 18:38
já já.. en hvar á bílstjórinn að hvílast ? það eru ekki ein einustu hvíldarstöðvar við þjóðveg 1 nema bensínstöðvar.. og þær (hvíldarstöðvar) eru EKKI með jöfnu 50 km millibili eins og er krafist í ESB þaðan sem þessar reglur eru ættaðar.. við gleyptum þetta hrátt, möglunarlaust vegna þess að við erum hálfgerðir sauðir og höfum ekki atkvæðisrétt í ESB..
Þú svarar ekki afhverju þessi lög voru sett í ESB, en það var vegna þess að menn óku sólarhringunum saman frá td, noregi til italíu, noregi til tyrklands.. r+usslands til Frakklands.. og ef þú ekur yfir landamæri tveggja ríkja þá verður viðkomandi bílstjóri að taka sér hvíld.
Ekkert af þessu á við ísland, ekki einu sinni vegirnir því þeir eru oft ekki nægjanlega breiðir til þessað tveir trukkar geti mæst með góðu móti.
Lögin eru sett, mönnum refsað grimmilega, en aðstæður sme lögjafinn á að sjá um eru hvergi sjáanlegar.
Afhverju er hópferðabílum ekki veittur vsk afsláttur eins og öðrum á stórum trukkum ?
Lokið Reykjavík, Áfram Trukkar.
Óskar Þorkelsson, 4.4.2008 kl. 18:58
reyna að fá afslátt á sektum?hvað er í gangi?hvernig dettur ykkur þetta í hug og opna söfnunarreikning ég á bara ekki eitt aukatekið orð.Þið ættuð að koma í útgerðarhópinn þar er okkur bannað að vinna í 2 vikur ef við skilum ekki afladagbók og ef við förum svo mikið sem 1 kg yfir í einhverri tegund þá er það líka veiðileyfissvipting og sekt svo eruð þið að væla
Davíð Þorvaldur Magnússon, 4.4.2008 kl. 19:13
og að ógleymdu við þurfum líka að kaupa olíu og það svolítið mikið meira heldur en einhver vörubíll
Davíð Þorvaldur Magnússon, 4.4.2008 kl. 19:15
Heyrðu mig nú ERtu að segja að þú viljir nokkurra stjörnu hótel hér og þar við þjóðvegina. Það verið að tala um að menn taki sér 45 mín. pásu á hverjum 4,5 klst. Svo mega menn búta það niður í 15 mín. parta. Málið snýst ekki um formatriði heldur að menn séu örugglega í formi sem hæfir því verkefni sem verið er að leysa. Það þarf skýra hugsun þegar verið er að aka 50 tonna flykki.
Og ef horft er á þessa flutningabíla í dag...svo þeir séu nefndir flytja þeir með sér fínan svefn og hvildarstað.
Jón Ingi Cæsarsson, 4.4.2008 kl. 19:24
uff..
tilvitnun : Og ef horft er á þessa flutningabíla í dag...svo þeir séu nefndir flytja þeir með sér fínan svefn og hvildarstað.
Hafa þeir klósett og sturtaðstöðu eins og krafist er í ESB ?
Eru launin sem þeir fá ef þeir eru launamenn þess virði að skíta bak við afturhjól uppi á heiði í skafrenning eða slyddu ?
Lögin voru sett af mönnum sem hafa ekki hugmynd um hvað þeir voru að samþykkja hér á landi.
Óskar Þorkelsson, 4.4.2008 kl. 20:18
Það er út í hött að rýmka þessi vökulög
Gunnar Th. Gunnarsson, 4.4.2008 kl. 20:36
Jón Ingi. Þér er meir en velkomið að nýta allan minn texta.
Óskar. Vörubílstjórar krefjast hvíldarstaða og vísa til ESB regla um það. Það hefur hins vegar enginn þeirra getað framvísað til þessum reglum. Hvers vegna? Fyrir því er ofur einföld ástæða. Þessar reglur eru ekki til.
Og talandi um hvíldarstaði. Vissulega mættu vera fleiri sjoppur og bensínstöðvar vera við íslenska þjóðvegi. Það er akkúrat það sem okkur vantar. Þær eru hins vegar ekki opnar á nóttunni þegar flutningabílstjórum hentar að flytja vörur. Sjoppueigendunum hentar ekki að vera með opið nema á daginn - ekki á nóttunni.
Á þá að þjóðnýta sjoppurnar og láta ríkið reka þær allan sólarhringinn fyrir flutningabílstjóra?
Svo kemur þessi ráðherra í sjónvarpsfréttum og talar um umferðaröryggi!
Sveinn Ingi Lýðsson, 4.4.2008 kl. 20:46
Þeir hafa haldið að fyrst þeir fengu viðtal við ráðherra væri bara hægt að handsala breytingar á EES tilskipunum.
Gáfurnar eru nú ekkert mikið að flækjast fyrir þessu liði.
Kristján (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 22:06
Þessir menn eru að fá á sig brútal sektir fyrir reglur sem ekki eiga við Ísland, eru ekki í samræmi við veruleika íslensks samfélags né vegarkerfis. Bílstjórar eru að fá á sig sektir fyrir að fylgja fyrirmælum vinnuveitanda síns sem er alveg skítsama um sektirnar vegna þess að hann þarf ekki að borga þær. Sjoppur? bílstjórar yrðu fegnir ef það væru sæmileg plön til að byrja með.
Stígið til baka og hugsið aðeins!
Hver ykkar stoppar t.d. á milli Aey og Rvk? Ekki ég því þetta er skottúr. 4,5 - 5 tímar max. Ok. þetta er á jeppa sem er hægfara (hilux '90 sparneytnari en margir fólksbílar sem ég kannast við) sem er að fara þetta á 80 km - 90 km hraða sem er sambærilegt við trukkana.
Þessum mönnum er uppálagt að koma vörum frá Rvk til Egilsstaða... á 9 klst....hvernig gengur það upp á 9 klst í keyrslu með a.m.k. 45 mín í stopp? Þetta er hæpið í góðri tíð hvað þá á veturna með sínum glaðningum.
Ég held bara að fáir geri sér grein fyrir vinnuaðstæðum þessara manna, á marga kunningja í þessu, útslitnir illa sofnir og pirraðir á þessu. Einn fyrrverandi sjóari sem nú keyrir sagði að þetta væri eins og vera á sjó mínus launin.
Þeir eru ekkert að biðja um rýmri lög heldur að a.m.k verði staðið við skyldur ríkisins og kannski skoðað að laga þessi lög betur að Íslandi.
Við tökum 90% af reglugerður ESB yfir okkur og höfum ekkert um þær að segja og erum eitt skylduræknasta landið til þess að fylgja þessum reglum betri heldur en mörg ESB ríki! Hvernig væri að við annað hvort hættum þessu eða hættum hálfkákinu og göngum alla leið í ESB!
Skaz, 4.4.2008 kl. 22:13
Ég veit nú ekki mikið um þessar reglur en man þó eftir skrýtinni uppákomu í rútu þar sem ég var einu sinni farþegi sem mér fannst merkileg en það er önnur saga. Ég er hlynntur relgum sem auka öryggi og koma í veg fyrir að menn séu píndir út nótt og dag. Ekki veit ég hvort ég er að skilja þetta rétt en mér hefur heyrst á ráðherra að hann sé að vinna að því hörðum höndum að fá undanþágu frá þessum reglum í Brussel eða er ég að misskilja eitthvað? Játa það fúslega að ég hef ekki sökkt mér neitt djúpt í þetta mál.
Víðir Benediktsson, 4.4.2008 kl. 22:25
ég veit ekki alveg hvað það er sem menn eru að reyna að rýmka... held að eitt af því sé að lengja tíma á milli hvílda úr 4.5 tímum í 5 tíma.
Jón Ingi Cæsarsson, 4.4.2008 kl. 22:51
Annsi góð og málefnaleg umræða, ég hef keirt stóra bíla bæði fyrir og eftir gildistöku þessara hvíldarlaga. Fyrir gildistöku hvíldarlagana hikuðu vinnuveitendur ekki við að senda bíl eftir fiski úr Eyjafirði vestur á Snæfelsnes og aftur til baka í einum rikk og virtist ekki skifta máli þá túrin tæki um og yfir 24 klukkustundir, sem betur fer þá er þetta aflagt með lögum um hvíldartíma.
Svo er annað mál að heildaraksturstíminn er stundun annsi knappur og má ekki vera mikið að færð til að menn falli á tíma og komist ekki á endastöð nema að brjóta lög.
Varðandi hvíldaraðstöðu meðfram vegum þá er inn á heimasíðu vegagerðarinnar frétt um hvíldar og áningarstaði meðfram vegum (sjá http://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/frettir/nr/1724 ) og eru þar mertir inn á allir áningarstaðir sem vegargerðin telur vera á sínum vegum en ekki kemur fram að flestir þessir áningastaða eru ekki fyrir stór ökutæki, oft á tímum fyrir 1 til 2 húsbíla. Nú kemur fyrir að bílstjórar sofa í bílunum og þá er nú valla æskilegt að menn teppi keðjunarplöninn og eins þá er bannað að leggja til lengri tíma á viktunarplönunum.
Varðadi eldsneitisverð þá er það náttulega alltof hátt en þá verða þessir blessaðir malarbílseigendur að passa sig á að semja þannig um verð að þeir þoli smá hækkanir og þegar þeir bjóða í næsta verk að bjóða þá aðeins hærra.
Svona að lokum þá finst mér að bílstjórar ættu að finna sér fosvarsmann sem er frambærilegur í fjölmiðlum og hefur kjark til að horfast í augu við samgönguráðherra þegar hann tekur í hendinna á honum.
Gísli E (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 23:23
Ég veit ekki hvað Sveinn Ingi vill. Hann talar alltaf um að það séu ekki til reglur um að ríkið eigi að sjá vöruflutningabílum fyrir hvíldarplönum. Hver á að sjá um að gera aðstæður fyrir vörubílana? Sjoppueigendur? Af hverju sjoppueigendur? Mér þætti gaman að sjá Svein Inga skylda sjoppueigendur til að leyfa vöruflutningabílum að nýta plönin við sjoppurnar. Svo eru það keðjuplönin,sem þeir vilja hafa sem hvíldarplön. Hvar eiga menn að keðja? Svo tala menn alltaf eins og það sé bara tekinn 45mín hvíld á þjóðveginum. Við erum að tala um 11 klst hvíldina líka út á vegunum. Þannig að vökulöginn nýtist 100%. Og fyrst Sveini Inga er svona umhugað af örygginu ætti hann að einbeita sér líka að vetrarþjónustu vegagerðarinnar sem er ekki upp á marga fiska sum staðar á landinu. En líklega borgar sig ekki að taka til í eigin ranni. Það er miklu betra að hugsa um það sem snýr að öðrum frekar en að sjálfum sér.
Ómar Már Þóroddsson (IP-tala skráð) 5.4.2008 kl. 01:38
Þeir sem eru andvígir því að reglurnar verði rýmkaðar eru sófaökumenn og pappírstígrisdýr möo fólk sem hefur ekki hugmynd um aðstæðurnar. Staðan í þessum bransa er sá að á hópferðabílunum eru austantjaldsmenn´komnir í meirihluta, ástæðan er einföld. Íslenskir bílstjórar láta ekki bjóða sér þessar reglur til lengdar.. ef pólverji fær eina almennilega sekt er hann fljótur úr landi og annar fyllir skarðið.. sektin fæst ekki greidd því vinnuveitandinn sme neyddi ræfils manninn til þess að keyra út á ystu nöf varðandi hvíldartíma og umferðarreglur hefur enga ábyrgð.
Þeir sem aka á eigin bílum hafa aðrar aðstæður og annan húsbónda sem er hátt verðlag á eldsneyti, lág farmgjöld ( sem eru samt helv há fyrir okkur sem nýtum þessa þjónustu) og undirboð. Þessir menn neyðast stundum til þess að vinna yfirvinnu og þar með teygja tímann...
Greinarhöfundur hér ákveður að tala um þetta í sínu svari til mín með hæðni og spyr hvort ég vilji margra stjörnu hótel hér á 50 km fresti.. mitt svar við því er samhljóða Skaz. Hvíldaraðastaða þarf ekki að vera margra stjörnu hótel, heldur gott stórt plan, malbikað með sturtuaðstöðu og klósetti.
Óskar Þorkelsson, 5.4.2008 kl. 09:10
Það tönnglast á því aftur og aftur að laga þurfi reglurnar að íslenskum aðstæðum. Hverjar eru þessar íslensku aðstæður og hvað gerir ísland frábrugðið öðrum löndum í þessum málum? Vegirnir, það er mikið kvartað undan erfiðum vegum hér. Gerir það bílstjórum lífið léttara og þurfa þess vegna minni hvíld en kollegarnir niðri í Evrópu? Bílstjórarnir, eru þeir eitthvað frábrugðnir kollegunum þar? Kannski vantar í þá þreytu- eða svefngenið? Rétt að láta Kára rannsaka það.
Er íslenska klukkustundin lengri hér? Er hver kílómetri styttri? Gaman væri að fá rökstudd svör við þessum spurningum hér að ofan, ekki bara innihaldslausa frasa eins og verið hefur í umræðunni. Það sem bílstjórum hefur vantað núna, og það sárlega, er leiðtogi. Leiðtogi sem ekki bara bullar eitthvað út í loftið, heldur mann sem leggur skýr og klár rök á borðið og síðast en ekki síst, hefur þekkingu á því sem hann er að fást við. Ég styð bílstjóra heils hugar fyrir öryggi og bættum kjörum en að hverfa til fyrri tíma þar sem þeir voru píndir í vinnu út í eitt er algjörlega út í hött.
Mér verður stundum hugsað til flutningafyrirtækis á landsbyggðinni. Það átti 4 bíla sem 5 bílstjórar skiptust á að aka. Leiðin sem þeir óku var u.þ.b 700 km. Þrír af þessum bílstjórum gátu stundað þessa vinnu án nokkurra vandræða, þeir náðu því að aka leiðina, taka sín aksturhlé og ná sínum lögboðna hvíldartíma. Hinir tveir virtust ekki geta farið eftir reglunum og mikið var um brot á þeim. Aksturhlé ekki tekin, aksturtíminn var of langur og dagshvíld óregluleg og rofin. Munurinn á þessum bílstjórum var sláandi. Við nánari skoðun kom í ljós að bílstjórarnir þrír voru skipulagðir klárir fagmenn fram í fingurgóma sem kunnu að skipuleggja aksturinn. Þess má líka geta að þeir voru yfirleitt heldur fljótari milli staða en hinir tveir.
Sem sagt þeir notuðu hausinn og skildu að hann var til einhvers annars en halda eyrunum á sínum stað.
Færsla Ómars hér að ofan sýnir glögglega að þegar rætt er við rökþrota menn flýja þeir umræðuna með því að ræða og tengja alls óskyld mál sbr. vandamál við snjómokstur.
Að lokum skora ég á þá sem halda því fram að ríkið eigi að leggja til hvíldaraðstöðu um rúmum, salernum, sturtum o.sv.fr. að leggja fram þessar reglur hér og nú. Ég auglýsi eftir þeim????
Sveinn Ingi Lýðsson, 5.4.2008 kl. 09:21
næsta skref er þá bara að parkera bílunum á veginum í 10 tíma samfellt..
Sveinn þar sem þessar reglur voru settar , ESB, þar var ástandið slíkt að menn voru að aka allt að 36 tíma í strekk.. svona svipað og turnus læknar á sjúkrahúsi gera og ekki eru þeir með lögboðin hvíldartíma til þess að komast hjá mistökum í starfi..
Óskar Þorkelsson, 5.4.2008 kl. 09:41
Óskar: Áður en þú ferð alveg ofan í pyttinn myndir þú ekki vera svo vænn að sýna mér margumtalaðar EB reglur um hvíldarstaði?
Sveinn Ingi Lýðsson, 5.4.2008 kl. 12:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.