31.3.2008 | 22:07
Stjórnarandstaðan í molum.
Þrátt fyrir að gefi á bátinn njóta ríkisstjórnarflokkarnir trausts. Kjósendur telja greinilega að þó svo erfiðleikar séu í efnahagslífinu og samdráttur framundan treysta þeir Samfylkingu og Sjálfstæðisflokki til að takast á við vandann...enda málflutningur stjórnarandstöðunnar afar ótrúverðugur og síðan bætir ekki úr að þeir tala hver annan niður. Steingrímur lét Guðna hafa það óþvegið á Stöð 2 í kvöld.
Þó svo menn vildu leita annað eru Steingrímur J og Guðni Á lítt trúverðugir. Guðni heldur áfram að tala eins og hrein mey í stjórnmálum og heldur áfram að verja landbúnaðarstefnu og okurverð í matvælageiranum, allt í anda gömlu Framsóknar sem var fædd til þess eins að verja hagsmuni fárra á kostnað fjöldans.
Steingrímur er svo sérstakur kapítuli. Ef hann færi að skipta um plötu og léti af Evrópufóbíu sinni gæti vel verið að hann endurheimti fyrri virðingu. Núna er hann bara geðvondur úrtölumaður sem hefur flest á hornum sér. Kjósendur nenna ekki svona ... þetta er bara leiðinlegt.
Grímur hefur líka skemmtilega sýn í gjaldeyrismálum, um daginn kom hann með afar undarlega tillögu um sameiginlega Norðurlandamynt... vitandi það að Svíar, Danir og Finnar eru í ESB og efnahagur Noregs á fátt skylt með okkar örkrónu. Næst kemur hann líklega með tillögu um Þistilfjarðar-rúblu. Það gæti skapað okkur sérstöðu...
En..... niðurstaða þessarar lítt breyttu könnunar er að " Stjórnarandstaðan nýtur lítils tausts" og kannski sérstaklega af því erfiðleikar eru um sinn og þeim er ekki treystandi að mati kjósenda.
PS: Ég gleymdi Frjálslynda flokknum.... og Íslandshreyfingunni. Það kannski segir alla söguna hvað þá varðar.
Litlar breytingar á fylgi flokkanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Til varnar Steingrími:
Meginrök Steingríms fyrir andstöðu við Evrópubandalagið eru bundin annars vegar við fiskveiðistefnu EBE. Við Íslendingar getum ekki eftirlátið öðrum þjóðum rétt til fiskveiða í landhelgi okkar og höfum tæplega nóg handa okkar eigin veiðiskipum.
Hins vegar er kostnaðurinn við EBE: meðan hann er hærri en nemur væntanlegum ávinningi ber alvarlega að ígrunda hvort mismuninum sé ekki betur varið í að styðja byggðina í landinu með ýmsu móti. Þessi kosnaður virðist vera mismunandi hvernig hann er reiknaður. Meðan engin niðurstaða hefur fengist í þessu máli þá er tómt mál að tala um inngöngu að mati SJS.
Hins vegar er akkurinn í að vera Ísland verði aðili væri mjög hagstætt fyrir íslenska neytendur og launafólk. Við myndum njót þess stöðugleika sem Evran býður upp á en fyrst þyrfti að kæla hagkerfið okkar og undirbúa það að aðlagast betur þeim kröfum sem gerðar eru til aðildar.
Þetta eru þau meginsjónarmið sem eg tel að Steingrímur hefur alltaf bent á og allt aðrar fullyrðingar eru gjörsamlega út í hött.
Bestu kveðjur norður heiðar.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 2.4.2008 kl. 09:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.