31.3.2008 | 08:48
Gæti misst ökuleyfið.
Það er nú svo í umferðalögum að ef menn gerast ítrekað brotlegir við umferðarlög og stofna lífi og limum borgaranna í hættu gætu forsvarsmenn þessar mótmæla misst ökuréttindi tímabundið.
Eiginlega geta menn varla sleppt að refsa þeim því annað væri slæmt fordæmi fyrir löggæslu og dómskerfi. Ætli þeir geri sér almennt grein fyrir þessari áhættu ?
Ráðamenn vakni" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gott að allir segja að það eru til aðrar leiðir, hvernig væri þá að koma með þessar "aðrar" aðferðir og lýsa þeim í grófum dráttum?
Þeir gera þó eitthvað getur þú sagt hið sama eða er þér bara sama ?
Þórarinn Guðmundsson, 31.3.2008 kl. 08:59
Þessar "aðrar leiðir" hafa það allar sameiginlegt að vera máttlausar... en það er það sem sumir vilja.. að allt verði máttlaust og við látum taka okkur í þurrt af yfirvöldum þessa lands í tíma og ótíma með lögum og ólögum.
Áfram Trukkar.
Óskar Þorkelsson, 31.3.2008 kl. 09:39
Já ég segi það sama ef þið eruð á móti þessum aðgerðum komið þá með aðrar leiðir.
Þarna er alveg það sama og með kvótakerfi í sjávarútvegi og styrki til landbúnaðar.
Fólk er alltaf til í að vera á móti en kemur ekki með nein rök eða neitt um það hvernig það vildi hafa hlutina ætli það sé nokkuð til að þurfa aldrei að taka ábyrgð á neinu hvorki sjálfum sér né sínum skoðunum.
Ég hvet alla og þá meina ég alla til að stöðva umferð hið minnsta 2 á dag næstu vikurnar og helst að stöðva umferð ef þið sjáið til forstjóra bíla eða ráðherrabíla.
Hvernig væri að einhver semdi flottan póst sem hægt væri að senda á ráðamenn þjóðarinnar til mótmæla.
Halldór (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 09:43
ég er ekki að segja að ég sé á móti aðgerðum. Ég er bara að benda á þann möguleika að mennirnir missa trúlega prófið ef þeir halda áfram...þetta er nefnilega brot á umferðarlögum og þeir liggja því vel við höggi með það.
Jón Ingi Cæsarsson, 31.3.2008 kl. 10:13
Það gætu verið til aðrar leiðir en þær virka bara ekkert. Að mótmæla fyrir framan alþingishúsið, þingmennirnir draga bara fyrir gluggana og halda áfram. Þetta er það eina sem virkar og ég vona að ráðamenn fari að svara fyrir sig og tjá sig um þetta mál í stað þess að sitja bara og vona að þetta hætti.
Olga (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 11:05
Ég skil ekki afhverju á að svipta þessa menn ökuleifi fyrir að mótmæla það er ekki bannað að mótmæla hér og sagði Geir Jón það í útvarpinu í morgunn en það skal gert á lögmætann hátt kannski hafa bílstjórarnir ekki farið að lögum eða gleymt að láta vita af þessum mótmælum en mér findist það hart ef það ætti að svipta þá ökuréttindum....styð þá heilshugar.
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 31.3.2008 kl. 11:12
Ég kem ekki auga á það að mótmælendur missi prófið. Það væru mistök af hálfu yfirvalda. Á sínum tíma (rifjast upp vegna myndar af Hannesi á horninu) var það saknæmt að hindra landfestingu skipa í verkfalli BSRB. menn voru bara ekki að hugsa um það.
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 13:20
Lifum við í það drakónísku samfélagi að refsum fólki án umhugsunar eða mats á aðstæðum þeirra vegna þess að bókstafur sem mannvera jafn gölluð og við skrifaði niður í bók og kallaði lög? Er bannað að mótmæla nema að upplýsa þann sem þau beinast gegn um það í þríriti þremur mánuðum áður en aðgerðirnar eiga sér stað?
Hvað varð um lögguna í hverfinu sem tjónkaði við menn? Vandamál sem leyst voru án refsingar á sanngjarnan hátt?
Visslega skil ég að fólk sé pirrað og verð að segja að flautandi trukkar fyrir utan Alþingishúsið var ímynd sem var í hausnum á mér. En ég held að þessir menn hafi gert meira en við flest til þess að reyna að knýja fram skilning og aðgerðir af hálfu stjórnvalda sem eiga víst að vera að þjóna samfélaginu og fara að óskum þess.
Skaz, 31.3.2008 kl. 14:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.