30.3.2008 | 14:30
Duglegasti andstæðingur samhjálpar og jöfnuðar.
Þetta er kátbroslegt. Hafin söfnun fyrir þann mann sem duglegastur hefur verið að tala niður samhjálp og samvinnu og viljað stjórnlausa samkeppni... þeir hæfustu lifa af hefur verið hans mottó.
Það er ekki fyrsti apríl í dag en ef svo hefði verið hefði ég ekki verið að blogga um þessa frétt.
Það ætti kannski að leggja sitt af mörkum.... það væri kannski tilvinnandi að þessi blindi frjálshyggjumaður átti sig á hversu dýrmæt samhjálp og stuðningur samfélagsins er...best að ég gefi þúsund kall.
Söfnun fyrir Hannes Hólmstein | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
gef honum í besta falli gott spark í afturendann.. Hann er einn af þeim sem sjúga spena þjóðfélagsins bæði í HÍ og svo er hann stjórnarmaður í Seðlabanka íslands.. hvernig svo sem stendur á því.
Óskar Þorkelsson, 30.3.2008 kl. 14:45
Satt að segja hélt ég lengi vel að fregnir af þessari söfnun væru djók. - Nú sér maður menn jafnvel blogga um þetta í fúlustu alvöru og sumir meira að segja tilbúnir að styðja þetta - Hvar er frjálshyggjan núna? - þarf einhverja samhjálp? - Á ekki hver og einn að bjarga sér sjálfur í skóginum? - Tek undir hvert orð sem þú skrifar um þetta Jón Ingi.
Haraldur Bjarnason, 30.3.2008 kl. 15:11
Tek undir allt nema þetta með þúsund kallinn.
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 30.3.2008 kl. 15:34
Takk fyrir ábendinguna Gísli. - Tók ekki eftir þessu með þúsundkallinn en tek eftir sem áður undir allt annað.
Haraldur Bjarnason, 30.3.2008 kl. 16:46
Iss heyrðu láttu mig bara fá 1000 krónurnar, ég hef aldrei talað gegn samhjálp .....að öðru leyti sýnist mér þú hitta naglann á höfuðið.
Skaz, 30.3.2008 kl. 19:44
Það var Sverrir nokkur Hermannsson sem ber ábyrgðina á því að Háskóla Íslands var sendur þessi frjálshyggjustrákur. Honum var tekið fremur fálega enda Félagsvísindadeild þekkt fyrir að innan hennar voru jafnvel róttækust háskólamennirnir sem töldu Sverri vera að sýna ósköp mikinn barnaskap með þessu uppátæki. Ef Mosi man rétt þá var þessi staða aldrei auglýst. Svona var frjálshyggjan: það var rétt að setja niður eins og hreppsómaga einhvern gúrú sem hafði öðruvísi skoðanir en aðrir.
Mosi telur að allir eigi að bera ábyrgð á því sem þeir gera og taka afleiðingum af mistökum sínum. Sjálfsagt er ef einhverjir eigi nóg af peningum aumkist yfir þennan ógæfumann sem hefur fengið á sig dóm fyrir að vera einstaklega hirðusamur um andleg verðmæti sem öðrum tilheyrir. Þetta er ekki nógu gott enda gengur þvert á sjónarmið frjálshyggjunnar að virða beri eignarréttinn. Svo sósíalísk eru frjálshyggjuöflin ekki að á þeim bæ sé öllum frjálst að hirða allt sem nýtilegt er í þágu einstaklingsins, jafnvel þó sannanlega öðrum tilheyri.
Kveðja norður heiðar
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 30.3.2008 kl. 22:16
Þeir sem fengið hafa að reyna, vita að Hannes Hólmsteinn er með einhverjum færustu og skemmtilegustu kennurum Háskóla Íslands. Hannes á einnig betur heima í Seðlabankanum en flestir fyrri bankaráðsmenn, enda alveg hreint þrælmenntaður í efnahagsmálum frá heimsins virtustu stofnunum.
Það er svo rétt að taka það fram að þegar Hannes Hólmsteinn mælir fyrir frelsi er hann ekki að mæla gegn samvinnu og samhjálp.
Hann er að mæla gegn því að samhjálpin geti aðeins farið þangað sem ríkið telur best að hún fari, og að ríkið taki æ meira af þegnunum til að vinna æ óhagkvæmari samhjálparverkefni.
Ef ekkert væri ríkið gætum við sjálf valið hvað við vildum styrkja með peningunum okkar, og við myndum ráðstafa framlögunum þangað sem að við teldum að mest yrði gert fyrir penigninn. Við myndum bæði hafa meiri pening, og samhjálparstarfsemin yrði meiri og skilvirkari.
"Þeir hæfustu lifa af" er ekki neitt "mottó" hjá Hannesi. Mottóið hans myndi mun frekar: þeir hæfu og duglegu fá að njóta framlags síns og afkasta (enda eiga þeir fullan rétt á þvi), þá meðan þeir vanhæfu og lötu fá ekki að komast upp með að lifa af öðrum en sjálfum sér (enda eiga þeir ekker tilkall til þess).
Promotor Fidei, 31.3.2008 kl. 10:05
á þetta ekki að vera "þeir hæfustu og duglegustu fá að njóta framlags síns og afkasta og framlags og afkasta allra annara sem þeir eru nógu duglegir við að rýja inn að skinni og hljæa alla leið í bankann" ?! :)
Grumpa, 31.3.2008 kl. 10:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.