Viðbrögð við ástandi.

Það er gott að aðgerðir gegn verðbólgu er hafið. Stjórnarandstaðan hafði farið mikinn og fundið ríkisstjórn allt til foráttu og talið aðgerðaleysi ríkjandi.

Auðvitað var það ekki svo. Stórir hópar sérfræðinga hafa verið að marka þá stefnu sem taka þurfti til að ná tökum á vandanum. Seðlabankinn er búinn að grípa til vaxtahækkunar og framundan eru aðgerðir ríkisstjórnar sem kynntar verða seinna í dag. Guði sé lof fyrir að VG fer ekki með völd í efnahagsmálum okkar....

Ef það er rétt sem grunur leikur á að fjármálaöfl hafi vísvitandi verið í aðgerðum til að veikja krónuna enn frekar en ástandið gat tilefni til er alvarlegt mál og sýnir okkur enn og aftur hversu mikilvægt er að losna við þennan veika gjaldmiðil okkar og tenjast alþjóðasamfélaginu...efnahagslega.


mbl.is Eðlileg viðbrögð Seðlabanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ríkisstjórnin eltir Seðlabankann.   Þetta par er gjörsamlega blankt með hugmyndir um hvernig bregðast á við.   Bara DO sýnir einhverja ábyrgð.

Greinilega þarf að skipta um blóð í forsætisráðherranum, fá eitthvað sem rennur. 

Guðmundur (IP-tala skráð) 25.3.2008 kl. 13:02

2 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Bara Do sem sýnir ábyrgð?  Var Seðlabankinn að gera Do? Eða kannski bara Do Do?

Þetta er bara platgjaldmiðill. Genginu er haldið uppi með hávaxtaskattlagningu, þannig að þetta er platgengi á krónunni. Við erum í markaðsbúskap og ef stefnan er að láta markaðsaðstæður ráða genginu, af hverju er það ekki gert? Af því að efnahagurinn ræður ekki við það. En atvinnurekstur á Íslandi líður fyrir óvissuna á genginu. Að reka fyrirtæki á Íslandi er eins og að spia í happdrætti. Þú veist ekki hvar þú færð fyrir vöru sem þú flytur út, þó að þú vitir hvaða verð fæst fyrir vöruna í evrum.

Svo sýnir bara DO ábyrgð með því að vera á móti evrunni og með íslenska gengislottóinu?  

Allir hressir? 

Jón Halldór Guðmundsson, 26.3.2008 kl. 00:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband