Þjáningar almennra borgara. Ábyrgð íslenskra stjórnvalda.

Átökin í Palestínu eru harmeikur sem alþjóðasamfélagið á ekki að láta viðgangast. Að herveldi geti ráðist að rótum samfélags eins og Ísrael er að gera þarna á umheimurinn ekki að láta líðast. Tilvera fólks á þessu svæði er dagleg martröð og það ber að stöðva.

Ísrael ætti að skilja það ríkja best að maður ræðst ekki með ofbeldi að þjóð eða kynþætti eins og þeir eru að gera á þessu svæði og skáka í því skjóli að einhverjir á svæðinu eru að skjóta flugskeytum. Það má líkja því við að allir íbúar þjóðar væru réttdræpir af því einhverjir þar væru að stunda hryðjuverk eða lögbrot. Umfang Ísraels er langt út fyrir tilefni.

Ég sem formaður Samfylkingarinnar á Akureyri beitti mér fyrir að stjórn félagsins sendi íslenskum stjórnvöldum skilaboð. Ég trúi því að Ísland geti haft áhrif á þessu svæði og utanríkisráðherrann okkar boðaði slíkt í upphafi kjörtímabilsins. Stjórn félagsins á Akureyri vildi því brýna stjórnvöld og sendi því eftir farandi ályktun til fjölmiðla.

"Samfylkingin á Akureyri skorar á íslensk stjórnvöld að taka skelegga afstöðu gegn hryðjuverkum Ísraels á Gasa. Framferði þeirra í garð varnarlausar þjóðar er mannkyninu til skammar og ef þessu framferði linnir ekki ætti að taka það til alvarlegrar skoðunar að breyta stjórnmálalegri afstöðu Íslands til Ísraelsríkis"
 Orð eru til alls fyrst..... stöðvum hryllinginn fyrir botni Miðjarðarhafs.

mbl.is Dregur úr flugskeytaárásum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Sammála

Óskar Þorkelsson, 10.3.2008 kl. 10:28

2 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Gott mál hjá þér og þínu fólki. Tek undir þetta.

Jón Halldór Guðmundsson, 10.3.2008 kl. 12:03

3 identicon

Tek heilshuga þetta Jón minn.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 10.3.2008 kl. 13:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 819336

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband