Umræðan að breytast... af hverju ?

Tvö mál hafa verið okkur íslendingum sérlega erfið síðustu ár. Það er annarsvegar sameining sveitarfélaga og hinsvegar hvort og hvernig eigi að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Lengi vel hefur umræðan verið sérlega óupplýst og í báðum þessum málum hafa verið dregnar upp svarthvítar áherslur og fólk skipst í hópa með eða á móti. Svo er þarna einhver smáhópur sem er alveg sama.

Hvað varðar sameiningu sveitarfélaga hafa þær orðið þó nokkrar en betur má ef duga skal. Kröfur borgaranna og lagaskyldur sveitarfélaga eru orðnar með þeim hætti að örsveitarfélög geta alls ekki staðið undir þeim og verða því að leita á náðir sterkari sveitarfélaga með aðstoð. Þetta gerir það að verkum að nærþjónustan verður slök og atvinnusköpun og þróunarmöguleikar hverfandi. Þá fer fólkið...unga fólkið í skóla og kemur ekki aftur og gamla fólkið fer til sterkari byggðakjarna til að fá góða þjónustu og aðstoð þegar vinnudegi lýkur. Eftir situr svo fámennur millihópur sem veit það að enginn verður eftir til að taka við af þeim í fyllingu tímans.

Ef á að vera möguleiki til að þessi þróun gangi ekki endanlega frá fámennari sveitarfélögum þurfa íbúar að horfa raunhæft á málin. Sameining sveitarfélaga á ekki að vera neyðarráð þegar allt er þrotið. Sameining á að vera yfirveguð aðgerð þar sem kostir og gallar eru metnir, unnið í þeim og síðan að kjósa með jákvæðu hugarfari. Það mun koma að því í framtíðinni að sveitarfélög verða sameinuð með valdboði að ofan. Hversu stór eiga þau að vera ? Sveitarfélag með íbúa undir 5000 manns muna eiga í endalausum erfiðleikum. Að mínu mati mun Eyjarfjörðurinn allur sameinast í eitt sveitarfélag hvenær sem það nú verður. Byggðakjarni með 25.000 íbúa á góða möguleika í samkeppni við suðvesturhornið um atvinnu og fólk.

Aðild að Evrópusambandinu er svo einhverskonar "sameining sveitarfélaga" í stærri skala. Þar gilda nákvæmlega sömu lögmál. Þau snúast um möguleika Íslendinga í alþjóðasamfélaginu og möguleika Íslendinga í efnahagslegu samhengi. Ísland með íslensku krónuna á sér jafn mikla framtíð og 50 manna sveitahreppur á Ströndum ef gerður er samanburður. Dæmdur til að tapa fólki og getur ekki haldi út nútíma þjónustu. Sameining okkar við Evrópu er því lífsnauðsynlegur gjörningur til framtíðar litið. Ef okkur þykir vænt um börnin okkar og viljum að þau eigi möguleika á besta mögulega þjóðfélagi til framtíðar verðum við að læknast af þessar misskyldu þjóðernishyggu. Mögleikar okkar á sjálfstæði liggja í því að þróast, en staðna ekki í afturhaldssömum kreddum og hatri á því sem erlent er og framandi. Við verðum að þróast áfram, sama hvað VG og sumum Sjálfstæðismönnum finnst. Þeir vilja að Ísland verði áfram 50 íbúa sveitahreppur úti á landi. Ekki ég.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Enginn stjórnmálamaður í Silfri Egils var beinlínis á móti e.k. innleiðingu á ESB ferli. Það er nýtt.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 9.3.2008 kl. 14:05

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Það spurning hvort varformaður VG verður rassskelltur þegar hann kemur heim í torfkofann í Þistilfirðinum.

Jón Ingi Cæsarsson, 9.3.2008 kl. 14:14

3 identicon

Ég er ekki sammála líkingu þinni á sameiningu sveitarfélaga á Íslandi og inngöngu í  Evrópusambandið.  Í fyrra tilvikinu er hægt að skipa málum "að ofan" með löggjöf frá Alþingi án samþykkis íbúa viðkomandi  sveitarfálaga en í síðara tilvikinu er augljóslega ekki hægt að sameina Ísland Evrópusambandinu nema að tilhlutan íslendinga sjálfra.

Ég er algjörlega sammála þér um nauðsyn þess að stækka sveitarfélög. Ég var formaður í nefnd á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga fyrir meira en 30 árum. Sú nefnd komst að þeirri niðurstöðu, sem þá var enginn einhugur um meðal sveitarstjórnarmanna, að stækka bæri sveitarfélög og lagði til að miðað væri við að íbúatala sveitasrfélags yrði aldrei minni en 1000 nema sérstakar ástæður væru fyrir því. Nefndin komst einnig að þeirri niðurstöðu að til að ná því markmiði yrði að skipta landinu upp í sveitarfélög með lögum, sem sett yrðu að lokinni ítarlegri könnun á staðháttum, félagsháttum, viðskiptaháttum og atvinnuháttum landsvæða.  Nefndin taldi ekki líkur á að hægt yrði að ná þessum markmiðum með svokölluðum frjálsum sameiningum sveitarfélaga. Þegar formaður nefndarinnar kynnti þessar niðurstöður á fulltrúaráðsþingi Sambands sveitarfélaga má segja að hann hafi nánast verið púaður niður.  Ennþá hefur ekki tekist að  ná framangreindu markmiði um stærð sveitarfélaga hvað þá hugmynd þinni um 5000 íbúa sveitarfélög.  Mín spá er sú að það muni ekki takast með þeim starfsháttum sem viðhafðir hafa verið. Útkoman úr þeim frjálsu sameiningum sem fram hafa farið eru ýmiss konar vansköpuð sveitarfélög, sums staðar með einangruðum eyjum í miðjunni. - Frændur okkar á Norðurlöndunum gáfust upp á frjálsum sameiningum  áður en farið var að huga að stækkun sveitarfélaga hér og skipuðu málum þessum eð lögum og hafði framangreind nefnd það m.a. í huga í störfum sínum.

Það er nokkuð langt síðan ég gerði það upp við mig að flest rök mæltu með inngöngu okkar í Evrópusambandið. Kostirnir við aðild okkar þar hafa mjög verið tíundaðir að undanförnu og hefur þeim ekki fækkað með árunum.  Mótrökin sem fram hafa verið talin, svo sem málefni sjávarútvegs og landbúnaðar, hafa orðið æ veikari með árunum og er nú svo komið að ekki verður betur séð en að þessir atvinnuvegir okkar muni þrífast miklu betur innan sambandsins heldur en í núverandi mynd.  Ljóst er t.d. að við munum halda áfram stjórn okkar á veiðunum og sennilega mundi landbúnaðurinn fá verulaga styrki frá sambandinu þannig að staða hans mundi líklega vænkast.

Freyr Ófeigsson.

Freyr Ófeigsson (IP-tala skráð) 9.3.2008 kl. 20:47

4 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Ég er sammála um það að þessi mál eru bæði afar mikilvæg og ef betur er að gáð snúast þau um sömu spurninguna.  Er okkur betur komið í stærri skipulagseiningu?

Ég horfði á Silfur Egils og þegar ég hlustaði á Katrínu Jakobsdóttur tala um Evrópumálin áttaði ég mig á því að vinstri grænir hafa tekið upp hugarheim Hjörleifs Guttormssonar frá því fyrir 20 árum sem stefnu síns flokks.

Ég held að hina innri Katrínu Jakobsdóttur langi í raun mikið til að segja (eins og lang flest félagshyggjufólk í Evrópu) að Evrópusambandið hafi haft forgöngu um innleiðingu mikilla framfara í málefnum neytenda, skóla og menntamálum og jafnréttis og félagsmálefnum.  Ég veit að margir vinstrisinnar í VG eru Evrópusinnar og munu eflaust hugsa sig um ef flokkurinn ætlar að  horfa á evrópumálin og aðild að Nató með fordómum einangrunarsinna og þjóðernisstefnu.

Í stað þess kom einhver óljós ræða um lýðræðishalla. Hvað er lýðræðislegt við það að við innleiðum tilskipanir án þess að eiga formlega aðkomu að samþykkt þeirra?

Ályktun ungra frjálslyndra (sic) um Evrópumálin sýnir að sá flokkur ætlar að flækja sig enn frekar í þjóðernisstefnu.

Ég sakna þess að þessir tveir ungu flokkar skuli ekki skipa sér sess sem flokkar víðsýnis og nýrra viðhorfa.

Jón Halldór Guðmundsson, 9.3.2008 kl. 21:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband