13.2.2008 | 14:22
Frjálshyggjusjónarmið.
Íbúðalánasjóður og fyrirkomulag varðandi hann er eina haldreipi hins almenna borgara gegn ósvífni og sjálftöku bankanna. Ef þessi sjóður væri ekki til í þeirri mynd sem við höfum hann, og einkareknir bankarnir fengju veiðileyfi á íslenska húsbyggéndur væri voðinn vís.
Bankarnir æddu inn á markaðinn með gylliboðum um lága vexti og 100 % lán. Þessi innkoma reyndist síðan vera sýndarmennska og nú er ástandið þannig að bankarnir taka okurvexti og hafa mjög takmarkað lánamöguleika til neytenda. Mitt í þessu tækifærismennsku bankanna stendur íbúðalánasjóður sem aðhald og eyland í þessar skefjalausu græðgisvæðingu sem íslenska bankakerfið býður okkur upp á.
Guði sé lof fyrir Íbúðalánasjóð.
Íbúðalánasjóður mein í íslensku hagkerfi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mikið er ég sammála þér. Látið Íbúðalánasjóð í friði!
Haukur (IP-tala skráð) 13.2.2008 kl. 14:56
Sundlaugarnar eru ógn við frjálsa verðmyndun hjá líkamsræktarstöðvum. Niður með sundlaugarnar...
Kári Harðarson, 13.2.2008 kl. 14:57
Um leið og að bönkunum og gjammhundum þeirra tekst að jarða Íbúðarlánasjóð, munu þeir (bankarnir) sitja einir að kjötkötlunum og þá munu vextir íbúðalána rjúka upp úr öllu valdi.
Ekki verður ólíklegt að þá munu íbúðakaupendur þurfa að sætta sig við vexti á bilinu 18-23% miðað við núverandi aðstæður.
Þetta veit almenningur og þess vegna er almenn þjóðarsátt um að Íbúðalánasjóður sé nauðsynlegur.
Gunnólfur Afdal (IP-tala skráð) 13.2.2008 kl. 15:00
Ég myndi varast alhæfingar þegar kemur að þessu, vextir eru háir það er rétt, en að stíga á bremsu og bensíngjöf eins og hann orðar það getur ekki verið gott fyrir neinn.
Garðar Valur Hallfreðsson, 13.2.2008 kl. 15:15
Það er náttúrlega "hroðalega slæmt" ef Íbúðalánasjóður stendur í vegi fyrir því að einhver geti grætt meira á almenningi en nú þegar er gert. Þoli ekki svona frjálshyggjukjaftæði. Algjörlega sammála þér!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 13.2.2008 kl. 15:25
Ég borga enn 4,15% vexti af því láni sem ég tók fyrir mínu húsnæði, og ekki stendur til að breyta því. Hver er 'sýndarmennskan' í því? Hinir auknu vextir eiga einungis við þau lán sem eru boðin núna, og þau kjör eru þeim sem fara út í kaup mjög svo ljós.
Ég gæti aldrei fengið 4,15% vexti hjá Íbúðalánasjóði í dag. Þar er boðið upp á 5,5% - reyndar hærra hjá bönkunum núna, en er þetta kannski ekki vísbending um að hinir lágu vextir sem bankarnir buðu upp á í fyrstu ganga ekki upp, fyrst að 5,5% er það besta sem meira að segja Íbúðalánasjóður virðist geta gert? Eða þá vísbending um að efnahagsástandið er slíkt að ekki er annað hægt en að hækka vextina (þar sem Íbúðalánasjóður hefur líka hækkað sína vexti undanfarin ár)?
Vissulega byrjuðu bankarnir með lága vexti og hækkuðu svo, en það hefur engin áhrif á þá sem nýttu tækifærið þá til að kaupa.
Það er þensla í íslensku efnahagslífi - mikil þensla. Hún hverfur ekki fyrr en fólk hættir að eyða um efni fram og fer að spara. Eða ætlar einhver að neita því að of margir Íslendingar eyða meiru en þeir hafa efni á; taka lán fyrir öllu og trekkja upp verðlag með því að henda peningum inn í hagkerfið sem í raun og veru eru ekki til?
Ég tel til að mynda að hækkun íbúðaverðs megi rekja beint til þess að þegar fólki bauðst lægri vextir og hærra lánshlutfall, þá fór það jafnframt að borga aðeins meira fyrir íbúðirnar en það gerði áður; undirbauð minna en áður - og seljendur nýttu sér þetta auðvitað með því að hækka verðið, af því að þeir vissu að þeir gátu fengið meira, í gegnum aukið framboð á lánsfjármagni. Fasteignasalar tóku síðan auðvitað glaðir þátt, þar sem þeir fá jú hlutfallslega þóknun af því sem þeir selja. Hér er þó ekkert samsæri á ferðinni - bara einföld markaðslögmál og samverkandi þættir. Nú er farið að hægjast á, þar sem verðið er orðið gríðarhátt, og vextirnir hafa farið hækkandi. Aftur; markaðslögmál. Það besta sem fólk getur núna er að fresta því að kaupa, eða þá bara einfaldlega að bjóða lægra. Aðeins þannig næst verðið niður.
Ég er enginn frjálshyggjumaður, en ég hef engu að síður trú á markaðslögmálunum - og tel þau ekki flókin í sjálfu sér.
Þarfagreinir, 13.2.2008 kl. 15:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.