Veikburða borgarstjóri, spilltur Sjálfstæðisflokkur.

Enn tekur þetta fáránlega Reykjavíkurmál á sig nýjar myndir. Nú segir borgarstjóri að orð sín hafi verið mistúlkuð. Ef ég man rétt er þetta frasi sem gamli góði Villi er búinn að nota margoft í þessu farsa.

Mergurinn málsins virðist að fáir ef þá nokkrir skilja þá fóstbræður því það er nánast sama hvað þeir segja og sagt er frá í fjölmiðlum þurfa þeir að leiðrétta eða kalla mistúlkun. Það virðist því sem þeir séu svona loðmæltir eða fjölmiðlamenn svona illa að sér í íslensku. Ekki veit ég hvort er.

Í gærkvöld var frumsýndur hér á Akureyri margrfrægur farsi þar sem misskilningur og hver dellan rak aðra með tilheyrandi hlátrasköllum. Farsinn í Reykjavík er ekki síðri nema það er ekki hægt að hlægja hástöfum heldur verður að gráta ástandið.

Þessir menn hafa tekið sér þau völd að stjórna höfuðborg Íslands og þar fer enginn neinar grafgötur með það, að það ráða þeir ekki við. Þess vegna er þetta ekki fyndið.

Og að baki þessu er svo borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokkins sem keppist við að mæra þessa menn og lýsa stuðningi við þá. Formaður Sjálfstæðisflokksins kemur sér fimlega hjá því að tjá sig og það þarf ekki mikla glöggskyggni til að sjá í hversu miklum vandræðum hann er með þetta mál.

Niðurstaðan er því að Reykjavík er stjórnlaus borg og afleiðingar þessa stjórnleysis geta orðið hörmulegar. Reykvíkingar eiga betra skilið.


mbl.is Ólafur segir orð sín vera mistúlkuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Jóhannesson

Mistúlkuð orð! Þetta er enn ein sönnun þess að Ólafur F. Magnússon er ekki stjórnmálamaður fyrir 5 aura. Maður í jafn háttsettu embætti og Ólafur, á að tala skýrt og skorinort um hlutina þannig að ekki leiki vafi á hvert hann er að fara. En því miður er hann strax komin í sama kviksyndið og Vilhjálmur, sem hvorki veit, man eða skilur. Og svo láta þessir menn sér detta í hug að þeir geti unnið sér inn traust hjá borgarbúum. Ég spyr ,,Er veruleikafirring þessara manna alger, er ekkert hægt að gera til þess að hjálpa þeim?". 

Ég ætti kannski að ljúka þessu með því að segja ,,guð hjálpi þeim" en þar sem ég veit að það er borin von og hætta á því að ég verði sakaður um guðlast þá sleppi ég því, en segi þess í stað ,,guð hjálpi borgarbúum að sitja uppi með þessa borgarstjórn".

Páll Jóhannesson, 9.2.2008 kl. 14:44

2 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Við þessu var að búast. Ólafur málar sig út í sama horn og Vilhjálmur, og var reyndar búinn að því á fyrsta degi. Þeir sjálfstæðisflokksmenn sem ég þekki bera enga virðingu fyrir honum, líta á hann sem hækju, og ekki fóru sjálfstæðismenn eftir stefnumálum sínum, heldur bara valdaþorsta þannig að ekki njóta þeir virðingar heldur.

Sem stendur er ég staddur í Bandaríkjunum sem stendur og hér fara fram kosningar á þessu ári og það er óhjákvæmilegt að bera saman sjálfstæðisflokkinn og fyrirmyndir þeirra héðan, repúblikanana. Undanfarin ár hafa þeir ekki kært sig um neitt annað en að sitja við völd og nota þau til að maka krókinn, til að eiga svo aftur fé í handraðanum til að tryggja sér áframhaldandi völd. Fyrir utan það auðvitað að reyna að eigna sér í orði málaflokka sem þeir hafa aldrei kært sig um og skilja ekki eins og jöfnuð tækifæra og lífsgæða, og unnið svo á móti þeim eftir fremsta megni. Slík meðferð auðs íbúanna er auðvitað spilling af versta tagi og það er starfsvettvangur sjálfstæðisflokksins í Reykjavík líkt og höfðingjanna hér úti. Vinstrimenn hafa reyndar haldið því fram frá dögum Halldórs Laxness og fram á okkar dag, en sjaldan hefur verið jafn augljóslega svipt af þeim hulunni.

Dagur, Svandís og þeirra félagar í fyrrverandi borgarstjórn koma út úr þessu sem yfirburða sigurvegarar siðferðislega séð og mig grunar að í næstu kosningum sýni borgarbúar að þeir séu ekki jafn auðblekktir og skyni skroppnir og almenningur hér vestanhafs, og láti þar af leiðandi ekki blekkja sig til að kjósa yfir sig spillingu næstu fjögur ár.

Reyndar játa ég að ég skellihló þegar ég horfði á fundinn á Kjarvalsstöðum, með smáræðis hryllingi reyndar yfir því að sjá hvert stig stjórnmálin eru komin hér. Viðbjóðurinn braust reyndar ekki út fyrr en fréttamenn tönnluðust á því með þingmönnum sjálfstæðismanna, með Sigurð Kára fremstan í flokki, að þetta væri það sama og Björn Ingi hefði til bragðs tekið. Munurinn var að hann hjó á hnútinn í REI málinu og bjargaði andlitinu gersamlega eftir að hafa verið algerlega undir hæl bláliðanna frá því í kosningunum. Klofinn sjálfstæðisflokkur, einræðistilburðir og hroki var það sem fréttamenn líktu saman við samstöðu og málefnalegt og lýðræðislegt vinnuferli borgarstjórnar Dags Eggertssonar.

Svo ég haldi samlíkingunni áfram, þá eru fjölmiðlar notaðir hér í Bandaríkjunum sem tól í niðurrifsstarfsemi spilltra stjórnmálamanna og það verður erfitt fyrir réttlætið að ríkja hér úti og sömuleiðis á Íslandi á meðan slík vinnubrögð eru viðhöfð. Fjölmiðlamenn eiga ekki að búa til fréttirnar, heldur greina frá því sem á sér stað. Að tönnlast á ósannindum nægilega oft er aðferð sem hér vestanhafs, hefur komið þessari voldugu þjóð í andlegt og siðferðislegt gjaldþrot. Heima eru það einstaklingarnir - hver einasti kjósandi og umfjallandi - sem ber ábyrgð á því hvert þjóðin stefnir. Aldrei gleyma því og alls ekki þegar kemur að kosningum.

Rúnar Þór Þórarinsson, 9.2.2008 kl. 17:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband