Ný hugsun....hverju skilar hún ?

Loks virtist sem eitthvað hreyfðist í viðæðum SA og samtaka launamanna í dag. SA sýndi í fyrsta sinn hversu stórt skref þeir eru tilbúnir að stíga í þetta skipti. Þó heyrðist mér að fulltrúar launamanna stæðu fastir á þeim launabreytingum sem þeir hafa sett fram, þannig að þar ber enn nokkuð mikið í milli.

En hver þýðir launahækkanir ákveðnar eftirá ?

"Þá er rætt um svonefnda baksýnisspegla sem virki þannig, að laun hækki um 4% þann 1. mars en þó með hliðsjón af launaþróun hjá hverjum einstökum launamanni á tímabilinu 1. mars 2007 til 1. mars 2008. Kannað sé hversu mikið launin hafa hækkað á þessu tímabili. Hafi viðkomandi  t.d. notið launaskriðs og laun  hans hafa hækkað umfram 4% fái hann enga launahækkun. Hafi launin hins vegar ekkert hækkað fái hann öll 4%. "

Hvað þýðir þetta á mannamáli ? Laun hækki um 4% 1. mars hjá hverju einstökum launamanni sem ekki hefur fengið launhækkanir eða notið launaskriðs umfram þessi 4% á tímabilinu 1. mars 2007 til 1. mars 2008. ??

Þetta þýðir að enginn sem hefur notið launakriðs að marki, enginn sem hlotið hefur launahækkun vegna starfsaldurs, stöðuhækkunar eða annars fær þessa hækkun sem um er er rætt. Þetta þýðir líka að þeir fáu sem hugsanlega gæti fengið þetta væru að fá sem nemur mest 5.000 krónum fyrir skatt út á þetta ákvæði.

Alltaf gaman að sjá eitthvað nýtt í kjaraviðræðum. En þetta er að mínu allt of takmarkað og allt of lítið og allt of flókið til að eyða púðri og kostnaði við að útfæra svona tillögu sem á að skila jafn litlu fyrir jafn fáa.

En það merkilega við daginn í dag er að maður fær andartak á tilfinninguna að SA hafi áhuga á að semja við launamenn áður en allt fer í óefni og það er gleðilegt.


mbl.is Launahækkanir ákveðnar eftirá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég spái 104 kaffibollafundum í viðbót.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 23:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband