24.1.2008 | 23:09
Tómt kjaftæði.
Pínlegt að heyra í nýja borgarstjóranum í Kastlósi. Tafsaði, stamaði, rak í vörðurnar og vissi greinilega lítið í sinn haus. Ítrekað reyndi hann að koma sér undan því að svara Helga og tókst það nokkuð. Nýi borgarfulltrúi Framsóknar hafði sig lítið í frammi, ég veit ekki hvort hann vorkenndi Ólafi svona mikið.
Ég tók sérstaklega eftir því að nýji borgarstjórinn var kominn með snert af gleymskugeni gamla góða Villa og var búinn að gleyma því sem var óþægilegt. Það verður líklega að hafa minnismiðana við hendina í nýja meirihlutanum.
Þó kom fram að borgarstjórinn hafði gert sín fyrstu mistök. Borgarráð afgreiddi fljótfærnislega ákvörðun þar sem þeir færði eigendum Laugarvegar 4 og 6 tromp á hendi. Nú geta þeir sett upp það sem þeim sýnist fyrir þessi hús því borgin borgar.
Svo til gamans ... hitt málið sem Ólafur eff hafði á oddinum... Reykjavíkurflugvöllur.... frétt sem tengist því máli frá í byrjun október...2007
"Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi og formaður umhverfis- og samgönguráðs Reykjavíkur, vill að fyrst verði reist ný íbúðahverfi í Vatnsmýri og í Örfirisey áður en byggð verður skipulögð á Geldinganesi. Þetta þýðir að Reykjavíkurflugvöllur yrði að víkja úr Vatnsmýrinni en að sögn Gísla Marteins vilja langflestir borgarfulltrúar Reykjavíkur að flugvöllurinn fari þaðan.
Vinna og endurskoðun aðalskipulags Reykjavíkur fyrir árin 2008-2032 er nú í gangi og vill Gísli Marteinn ekki að gert verði ráð fyrir flugvellinum í Vatnsmýri eftir árið 2024.
Aðspurður hvort það sé ekki forsenda fyrir brottför að nýr staður fyrir flugvöllinn verði fundinn í nágrenni höfuðborgarinnar, benti Gísli á að borgarstjóri hefði sagt að ekki kæmi til greina að flugvöllurinn færi til Keflavíkur. Í nýlegri skýrslu um flugvöllinn hefði komið í ljós að a.m.k. tveir staðir í Reykjavík kæmu til greina, Hólmsheiði og Löngusker. Þetta þyrfti að kanna nánar."
Nú er að sjá hvort Marteinn litli skógarmús verður látinn éta þessa þriggjamánaða gömlu skoðun sína upp úr súr. Kannski er þarna komin skýringin á því af hverju hann var svona súr. Gamli góði Villi var enn einu sinni búinn að samþykkja einhvern fjáran á bak við hann og alla hina borgarfulltrúa mistakaflokksins.
Ólafur hyggst láta verkin tala | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta eru sorglegir fýrar sem haga sér svona.
Valsól (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 23:39
Einkennislag þeirra væri vel við hæfi lag eftir Ómar Ragnarsson ,,Þrjú hjól undir bílnum...".
Páll Jóhannesson, 24.1.2008 kl. 23:48
Jon Ingi, ekki vera sjálfur með "kjaftæði" Það hefur engin fært neinum tromp.
Ég ætla ekki að ræða meirihlutan í Reykjavík, mér er bara sama hver stjórnar þar og hverjir ná saman um að mynda meirihluta.
Þar sem þú þekkir svona skipulagsmál þá veistu vel að svona vitleysu þarf að klára eins og þetta húsamál við Laugarveg. Það getur ekki verið eðlilegt að halda þessum aumingjans mönnum sem eiga þessi hús í gíslingu. Borgin verður að sjá sóma sinn í að losa þá úr bullinu. Svo veistu líka að ef borgin getur ekki keypt þetta drast á eðlilegu verði þá fara þeir í eignarnám og dómkvaddir menn ákveða verðið á þessum kofum.
Það eru fá fordæmi fyrir því að þeir sem eru beyttir eignarnámi séu ánægðir eða þeir græði á eignarnáminu.
Vertu svo ekki svona æstur og grófur í skrifum félagi, þessi pirringur í fer er ekki Eyrarpúka.
Góðar stundir,
Eyrarpúkinn á Florida
Guðmundur Jóhannsson, 25.1.2008 kl. 05:52
Sæll félagi á Florida.... Það er varla von að þú skynjir stemminguna í þjóðfélaginu svo fjarri. Maður væri dauður er maður sýndi ekki viðbrögð við þeim sóðaskap og þeirri lágkúru sem þjóðin hefur orðið vita að á höfuðborgarsvæðinu. Grófur.... ekkert annað en hressileg íslenska til að mæta þessu ástandi. Íslendingar eru seinþreyttir til vandræða en nú blöskrar öllum og þess sést heldur betur stað í skoðakönnunum, fréttatímum og ég tala nú ekki um í viðræðum manna.... því missir þú algjörlega af. Mín skoðun á pólitik að þar eigi að gilda siðalögmál sem allir eiga að virða.... en nú er svo komið þarna að slík viðmið eru úr sögunni og þá þarf að bregast við.
Jón Ingi Cæsarsson, 25.1.2008 kl. 07:21
Jú blessaður, horfi á alla fréttatíma og kastljóið. Félagar þínir í Reykjavík eru óheppnir og klaufar, þeir ættu að læra af okkur fyrir norðan. Það er ekki hægt að stjórna sveitarfélagi vel og skinsamlega með svona nauman meirihluta. Það er hægt til nokkura ára meðan samstarfið helgast af því að halda þeim stóra utan við stjórnun sveitarfélagsins. Þegar kemur að því að taka erfiðar ákvarðanir og einstaklingarnir sem ekki rekast í hóp hlaupa undan sér þá fer þetta svona, skiptir einu hver á í hlut. Ég las einhversstaðar að Kristján Júl hafi sagt eitthvað svipað, hann talar af reynslu. Það er svo lítill munur á flokkum í sveitarstjórn að alvöru framboðin geta alltaf komið saman málefnasamningi. Sjáðu þessa einstaklinga í Reykjavík sem ekki er nokkuð leiða að treysta á, Bingi, Ólafur F. Margtet Sverris, svo ekki sé minnst á snillinginn Alfreð.
Það er sjálfseyðingarkvöt að vinna með svona fólki.
kveðja Mundi
Guðmundur Jóhannsson, 25.1.2008 kl. 19:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.