Gönuhlaup og flumbrugangur

Enn tekur þetta borgarstjórnarmál á sig nýja myndir. Það ljóst að gamli góði Villi vissi lítið út í hvað hann var að fara. Hann var eins og barinn rakki í Kastljósinu í gær og Sigmar rúllaði honum upp. Tafsandi og vandræðalegur viðurkenndi hann að hann hafði ekki hugmynd um að Ólafur var einn í þessari skógarferð og samstarfsmenn hans og varamenn létu ekki leiða sig í þessa skógarferð til Sjálfstæðisflokksins.

Þarna kemur ástæða þess að borgarfulltrúar Sjalla voru eins og fýlupokahjörð á blaðamannafundinum í fyrradag. Það var eins og stundum áður....þeir vissu ekkert og skildu ekkert. Í þessari frétt kemur fram að þeir vissu ekki fyrr en rétt fyrir blaðamannafund að Ólafur F var einn á ferð og hafði blekkt Sjálfstæðisflokkinn allan tímann.... en þá varð ekki aftur snúið.

Og nú bíður Reykvíkinga að verða stjórnað af Ólafi F .... manni sem hefur verið í vinnunni 3 mánuði af 20 á þessu kjörtímabili og gamla góða Villa sem öllu gleymir og ekkert skilur....er það undarlegt þó fólk hafi áhyggjur ??


mbl.is Töldu Margréti með
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

  .. verst að þetta bitnar á mér og mínum,  en samt er þetta hlægileg staða sem kominn er upp í borg óttans.

Óskar Þorkelsson, 23.1.2008 kl. 08:34

2 identicon

Er sammála þér sömuleiðis. Þetta er skelfilegt tvíeyki að mínu mati og ekki líklegt til afreka....

Jón Haukur (IP-tala skráð) 23.1.2008 kl. 10:21

3 Smámynd: Ingimar Eydal

Tek undir með þér að þetta er ótrúlegt sjónarspil og þú kemur með góða útskýringu á því af hverju þau voru jafn fýluleg og þegar þau fóru úr stjórn !

Sigmar stóð sig vel en það var varla hægt annað en að vorkenna Vilhjálmi í sjónvarpinu í gær, hann hafði slæman málstað að verja og var greinilega í mikilli vörn.

Þetta er bara spurning hvað þetta heldur lengi.

Reykvíkingar eru ekki öfundsverðir og ljóst að þeir eru ekki ánægðir.

Ingimar Eydal, 23.1.2008 kl. 11:46

4 Smámynd: Páll Jóhannesson

Þessi meirihluti leggur upp í ferð með Óla eina, sem engin vill leika með nema sjálfstæðismenn. Þetta er svipað og að leggja upp í langferð á bíl með ekkert varadekk og treysta á guð og lukkuna um að ekki hvellspringi á leiðinni.

Páll Jóhannesson, 23.1.2008 kl. 12:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband