22.1.2008 | 09:24
Dvergarnir sjö leiddir til valda.
Nú hafa sjömenningarnir úr Reimálinu verið leiddir til valda á ný. Þáverandi borgarstjóri Vilhjálmur Vilhjálmsson hrökklaðist frá völdum rúinn trausti enda hefur komið í ljós að full ástæða var til. Borgarbúar sáu á þeim skamma tíma sem borgarstjórnarmeirihlutinn gamli þar sem Sjallar voru í lykilstöðu var hópur ósamstæðra lítt hæfra stjórnmálamanna.
Hvernig þeir sviku oddvita sinn borgarstjórann verður lengi í minnum haft og ég átta mig ekki á hvernig Vilhjálmi dettur í hug að það standi að hann fái að taka við að ári. Það mun flokkurinn ekki samþykkja þegar þar að kemur enda stórhættulegt fyrir hann að setja Vilhjálm þarna að nýju. Á þeim tíma sem hann sat sem borgarstjóri opinberaði hann vanhæfní sína aftur og aftur. Hætt er við að starfsmanna í ráðhúsinu bíði erfiðir dagar.
Það er svo umhugsunarefni að borgarstjórnarmeirihlutinn eigi að hanga á Ólafi F Magnússyni, vingulsstjórnmálamanni með slæma sögu. Mér finnst sem virðing borgartjórnarembættisins hafi sett niður og aldrei hefur það verið selt með jafn miklum afslætti og nú. Það eru engar líkur á að aðdragandi og saga þessa máls sé til þess fallið að borgarstjórinn væntanlegi njóti virðingar. Fólk ber ekki virðingu fyrir stjórnmálamönnum sem svíkja, skrökva og fara á bak við samstarfsmenn sína.
Flugvöllur og miðborgin meðal ágreiningsefna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 818825
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Í fyrsta lagi, í hvaða umboði talar þú fyrir hönd borgarbúa?
Í annan stað þá kemur það nú úr hörðustu átt að tala um ósamstæðan hóp, fyrri borgarstjórnarmeirihluti gat ekki einu sinni komið sér saman um málefnasamning hvað þá meira.
Í þriðja lagi "hékk" fyrri meirihluti líka á Ólafi F. Magnússyni.
Að síðustu er ég alveg sammála lokasetningunni hjá þér. Þess vegna m.a. ber ég enga virðingu fyrir Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur.
Hjörtur J. Guðmundsson, 22.1.2008 kl. 09:35
Eimitt Hjörtur....og það ætti kannski að segja þér eitthvað um Ólaf. Munurinn er að varamenn hans fylgja honum ekki....og þess vegna fellur þetta enn fyrr. Er ég að tala í umboði einhvers....ég er aðeins að segja það sem flestum finnst í þessu máli....58% Reykvíkinga studdu hinn nýja meirihluta sem nú er að fara frá.... þið blindu sjallar gerið ykkur ekki grein fyrir hversu hneyksluð þjóðin er á þessu liði.
Jón Ingi Cæsarsson, 22.1.2008 kl. 09:43
Hjörtur: Er þetta málefnasamningur sem lagður var fram í gær á A5 blaði. Hefurðu lesið hann? Er eitthvað í honum sem var ágreiningur um fyrir utan umferðarmannvirki í Reykjavík greitt af ríkinu? Samkvæmt netkosningu á 2 miðlum þá er 33% sem styðja þennan "meririhluta" 2/3 á móti. Sett smá rifu á pólitískt siðferði.
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 22.1.2008 kl. 10:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.