Vikivaki stjórnmálanna.

 Vikivaki er oft í heimildum einungis kallaður dans og vikivakakvæði danskvæði. Vikivaki er hringdans, þar sem þátttakendur haldast í hendur eða hver um axlir annars og stíga tvö dansspor til vinstri og eitt til hægri, með ýmsum breytum, svo sem að stappa í gólfið í áttunda hverju spori. Þegar löng sagnakvæði eru sungin undir er gjarnan stigið fastar í gólfið þegar kemur að dramatískum augnablikum í sögunni.

Dæmi um þekkta vikivaka eru t.d. Ásukvæði, Hani, krummi, hundur, svín, Ormurinn langi, Ólafur liljurós, Stjúpmóðurkvæði, Tófukvæði og Tunnan valt.

Ég sá eimitt svona vikivaka í dag.... í sjónvarpinu.

Ólafur reið með björgum fram,
villir hann, stillir hann,
hitti fyrir sér álfa rann,
þar rauður loginn brann,
blíðan lagði byrinn undan björgunum fram.

Þar kom út ein álfamær,
villir hann, stillir hann,
gulli snúið var hennar hár,
þar rauður loginn brann,
blíðan lagði byrinn undan björgunum fram.

"Velkominn, Ólafur liljurós!
Gakk í björg og bú með oss"

"Ekki vil ég með álfum búa.
Heldur vil ég á Krist minn trúa."

"Bíddu mín um litla stund,
meðan ég geng í grænan lund."

Gekk hún sig til arkar,
greip upp saxið snarpa.

"Ekki muntu svo héðan fara,
að þú gerir oss kossinn spara."

Ólafur laut um söðulboga,
kyssti hann frú með hálfum huga.

Og nú tók kvæðið á sig nýja mynd og læt ég því hér staðar numið...því Ólafur fór frekar illa út úr þessum viðskiptum ... Tounge


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband