Hjaðningarvígin halda áfram.

Ég er eiginlega að verða orðlaus. Sjálfseyðingarhvöt Framsóknarmanna er orðin algjör. Hvað skyldi eiginlega valda því að menn leggjast í þennan gírinn. Þeir hafa tapað öllu trausti sjálfir og mér sýnist að þar á bæ vilji þeir draga sem flesta með sér í vilpuna.

Kannski sýnir þetta okkur hversu Framsóknarflokkurinn var orðinn skaddaður þrátt fyrir að forystumenn hans bæru sig vel út á við og allt var í sóma og fínu lagi.  Í ljósi þetta eru fullyrðingar formannsins Guðna Ágústssonar um ágæti flokksins og styrk hans í stjórnarsamstarfinu með Sjálfstæðisflokknum í besta falli hlægilegar. Flokkurinn hefur hangið saman á hagsmununum og nú þegar engin eru völdin og ekkert þarf að verja kemur sannleikurinn í ljós. Inniviðirnir hafa verið orðnir feisknir og maðksmognir og þegar hver og einn þarf ekki að verja völd sjálf sín koma brestirnir í ljós.

Það er mikið happ á þetta fúna fley var ekki nægilega sterkt til að ná að endurnýja samstarfið við Sjálfstæðisflokkinn. Allir sjá nú svo ekki verður um villst að hrunið var framundan og aðeins tímaspursmál hvenær loftkastalinn hryndi saman. Það hefði verið alvarleg ógæfa fyrir þjóðina.


mbl.is Með mörg hnífasett í bakinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú verður sjaldan orðlaus. En stundum verður maður orðlaus þegar maður hlustar á mörg orð.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 20.1.2008 kl. 14:31

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Já 

þetta er eins og pólitískt harakiri.

Af hverju tók Bjarni Harðarson ekki bara restina af flokknum með sér suður á Grand Canari? Það hefði nú ekki farið meira fyrir flokknum en svo að það hefði verið unnt að koma honum fyrir eða öllu heldur restinni af honum í meðalstóra ferðatösku.

Mosi 

Guðjón Sigþór Jensson, 20.1.2008 kl. 16:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband