5.1.2008 | 15:44
Ónákvæmur fréttaflutningur.
"Tilkynnt var um tvo bruna á Akureyri í nótt og í báðum tilfellum tókst að slökkva elda áður en mikið tjón hlaust af."
Svo segir í frétt Moggans um þessa atburði. Ekki veit ég hvort menn meina að brunar þessir hafi verið tilkynntir á Akureyri eða verið á Akureyri. Svona til að upplýsa blaðamenn þá er hvorugur þessara bruna á Akureyri. Bruninn við Pétursborg er í Hörgárbyggð og bruninn á Laugarlandi er í Eyjafjarðarsveit. En þeir voru sannarlega tilkynntir Slökkviliðinu á Akureyri
Ég reikna með að íbúum þessara sveitarfélaga sé ekkert sérstaklega vel við að þau séu talin til Akureyrar enda eiga menn að vera nákvæmir þegar verið er að fjalla um atburði. T.d. þætti ónákvæmur fréttaflutningur ef bruninn sem varð í Hamraborg í Kópavogi hefði verið sagður vera í Reykjavík. Það undarlega við þetta er að sama ónákvæmni var líka í fréttum RÚV.
Tveir brunar í nótt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
skil þig vel Jón, blaðamenn þurfa að temja sér betur nákvæmni þegar um fréttir er að ræða
Guðjón Sigþór Jensson, 5.1.2008 kl. 15:52
Seltjarnarnes er líka bara tota í reykjavík þar sem ómerkilegt fólk býr ;) Hafa ekki slökkvilið, vegagerð eða nokkurt annað sem sveitarfélag þarf til þess að geta talist sveitarfélag.. treysta á Rvk í einu og öllu og stæra sig svo af því að hafa lægsta útsvarið á höfuðborgarsvæðinu.. ekki skrítið megnið er greitt af reykjavík hvort sem er.
Ef fréttinn hefði verið svona : eldur í Hörgárbyggð.. þá hefði megnið af íslendingum ekki haft hugmynd um hvar þessi eldur var.. en allir vita hvar Akureyri er og ef hörgárbyggð er innan arma slökkviliðs Akureyrar þá er mér slétt sama þótt menn kalli þetta Akureyri.
Óskar Þorkelsson, 5.1.2008 kl. 16:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.