Siðblindur - siðlaus - hlýðinn ?

Ég er svo aldeilis hissa. Árni dýralæknir belgir sig eins og hani á haug og rífur kjaft upp í opið geðið á þjóðinni sem á ekki til eitt einasta orð af hneykslan.

Þorsteinn Davíðsson var eins og annar frambjóðandi tveimur gæðaflokkum neðan við þá þrjá sem hæfastir voru taldir. Frambjóðandinn sem raðaðist jafngildur Þorsteini er kona og situr því fyrir embættinu samkvæmt jafnréttislögum þannig að þó svo allir hinir þrír hefðu ekki verði með hefði Þorsteinn átt að falla fyrir konu í vali ráðherra samkvæmt lögum. Hann var því sannarlega neðstur umsækenda ef alls réttlætis er gætt.

Ráðherrann veit víst best allra og það sem verra er... hann veit greinilega allt annað en allir aðrir. Nú velti ég því fyrir mér hvert þessrara atriða eru að trufla Árna Mathisen fjármálaráðherra.

Siðblinda .. vonandi ekki    Siðleysi.. svo sannarlega vonandi ekki...hlýðni.... það held ég næstum örugglega því honum var að sjálfsögðu skipað að velja Þorstein. Bíbí frændi og stóri stákurinn undir Svörtuloftum gæta sinna og þeir ætla sér að tryggja Þorsteini þægilegt vel launað jobb og þá getur dýralæknirinn sjónumhryggi bara hlýtt. Þessum mönnum þorir enginn að óhlýðnast í Sjálfstæðisflokknum..og ekki þvælist það fyrir þeim að gæta réttlætis ef á þarf að halda.


mbl.is Árni segist munu skila ítarlegum rökstuðningi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Best væri að Þorsteinn sæti kjurr og fengi tækifæri að sanna sig...en Árni valdasleikir Á AÐ FJÚKA NÚNA...MEÐ SKÖMM!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 23.12.2007 kl. 15:04

2 Smámynd: Hallgrímur Óli Helgason

Þeir svífast einskis sjallarnir, það hefði sennilega verið ótækt að hafna Þorsteini í annað skiptið, af einhverjum ástæðum sækir hann um aftur, kannske hefur hann verið búin að fá vitneskju um að fá starfið.

Hallgrímur Óli Helgason, 23.12.2007 kl. 15:10

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Það er ljótt að segja það...en þessir ráðherrabjálfar Sjálfstæðisflokksins hafa stórskaðað Þorstein með því að beita þeirri valdníðslu og ósvífni sem þetta mál er....því miður. Hann mun bara eiga erfitt uppdráttar í þessu embætti því allir muna hvernig hann fékk jobbið

Jón Ingi Cæsarsson, 23.12.2007 kl. 15:13

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Lögin segja að nefndin skuli meta hvort umsækjendur séu hæfir, annað ekki.

Allir voru hæfir. Ekki stendur í lögunum að velja skuli; hæfan, hæfari, hæfastan.

Einföld lög sem allir skilja.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 23.12.2007 kl. 15:26

5 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Heimir...kannski væri betra að nefndin úrskurðaði "hæfur" og "óhæfur"???

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 23.12.2007 kl. 15:32

6 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Árni er siðblindur, sjálfstæðisflokkurinn einnig.

Óskar Þorkelsson, 23.12.2007 kl. 15:35

7 identicon

Þið eruð greinilega öll óhæf í hinum sanna jólaanda, er ekki í lagi að hvíla pólitíkina aðeins og hleypa jólunum að...og hugleiða hvað Jesú Kristur boðaði ???

Bubbi J. (IP-tala skráð) 23.12.2007 kl. 15:41

8 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

ég segi nú bara Árni valdasleikir, vegna þess að Hjörtur kallar Ingibjörgu Sólrúnu "evrusleiki"

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 23.12.2007 kl. 15:42

9 Smámynd: Tryggvi F. Elínarson

Ef það hefði verið kona í þessum þriggja manna hópi hæfari einstaklinga... hvað þá?? Kært til jafnréttisnefndar? Herskár flokkur femínista fyrir utan hjá Árna núna með heykvíslar og logandi kyndla?? Ég er ekki viss um þær hefðu tekið því þegjandi og hljóðalaust. Merkilegt hvernig það má alveg ganga framhjá hæfari körlum... en aldrei konum?!

Tryggvi F. Elínarson, 23.12.2007 kl. 17:27

10 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Já þetta er ekki góð staða fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Að gefa þeim langt nef sem sækja um þetta starf og einnig þeim sem sitja í þessari nefnd: hvers vegna er skipuð nefnd til að fara yfir umsóknir ef ekki átti að fara eftir þeim faglegu ábendingum.

Þá er önnur hlið á þessu máli: það er ekki þægileg staða að vera sonur þekkts stjórnmálamanns sem þekktur hefur verið fyrir að komast upp með nánast allt, rétt eins og bændurnir í Kreml.

Kannski að fyrirmyndarinnar sé að leita þangað hvernig umsækjendum um mikilvægar stöður í samfélaginu er raðað eftir flokksskírteinum Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks?

Mosi óskar öllum gleðilegra jóla

Guðjón Sigþór Jensson, 23.12.2007 kl. 18:26

11 identicon

Sælir

Árni dýralæknir og fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokksins nýtir jólafríið til að finna rök með ráðningunni! Erfið staða fyrir Árna sem stjórnmálamann og erfið staða fyrir Sjálfstæðisflokkinn.

mbk.

Ólafur Sveinn Haraldsson (IP-tala skráð) 23.12.2007 kl. 19:57

12 identicon

Sé nú ekki erfiðleikann í stöðunni. En gleðileg jól og farsæld á nýju ári.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 23.12.2007 kl. 20:16

13 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Gleðileg jól, og takk fyrir góð og skemmtileg samskipti á árinu sem er að líða

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 25.12.2007 kl. 11:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband