Fjarfestar í vanda

Mikið gengur nú á í fjármálalífinu þessa dagana. Verðfall á hlutabréfamörkuðum er mikið og margir eiga um sárt að binda ef svo má segja. Sumir hafa haldið því fram að þetta væri fyriséð og ævintýralegar fjárfestingar fjármálamanna á erlendum og innlendum fjármálamörkuðum gætu ekki endað vel.

Margir muna umfjöllun dönsku pressunnar um að íslenska fjármálaævintrýrið væri byggt á sandi og það myndi enda með skelfingu. Hannes Smárson og Fl group voru eitt af þeim félögum sem fjarfesti djarft í dönskum flugfélögum og var undir í þessari úttekt dananna.

Nú er margt að því sem haldið var fram að rætast. Íslensk fyrirtæki í þessum bransa hafa tapað milljörðum og Fl group hefur þegar tapað gríðarlegum fjárhæðum og félagið fallið í verði. Hannes var einn að þessum ofurfjárfestum og skemmst er að minnast áformum hans um meðvirkni í íslensku útrásinni í orkumálum.

Ég vona svo sannarlega ekki að það danirnir héldu fram verði að veruleika og það sé rétt hjá þeim að íslenska útrásin sé pappírsbóla sem gæti sprungið í andlitið á okkur einn daginn.

Það er óneitalega að fari um mann þessa dagana þegar maður horfir á atburðarás undanfarinna daga.


mbl.is Forstjóraskipti hjá FL Group
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: haraldurhar

     Hr. form. Samfylkingarinnar á Akureyri.

    Að óska þess að ísl. fjármálamarkaðurinn verði fyrir áföllum, og níða niður þá menn sem hafa staðið fyrir mestum gjaldeyristekjum þjóðarinnar undanfarinn ár, sem þú og aðrir hafa notið, er mér með öllu óskyljanlegt.  Gæti best trúað að verkefnum skipulagsnefnar Akureyrar yrðu næsta fá ef svo fram gengur er þú óskar, svo ég tali nú ekki um lífskjaraskerðinguna sem verður í kjölfarið, ef fer svo fram sem þú óskar.

haraldurhar, 4.12.2007 kl. 23:21

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Að lesa það úr þessum pistli mínum að ég sé að níða niður eða óska einhvers bendir til ólæsi eða fljótfærni ágæti haraldurhar.

ég er aðeins að lýsa áhyggjum mínum og því sem sagt hefur verið... annað er það nú ekki og ég reikna með að ég deili þessum áhyggjum með mörgum

Jón Ingi Cæsarsson, 5.12.2007 kl. 07:39

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

nei þú deilir þessum áhyggjum alls ekki með mér Jón   En það er athyglisvert hversu naumt íslenskir fjárfestar standa og hversu gífurleg skuldasöfnunin hefur verið á kostnað okkar hinna...

Óskar Þorkelsson, 5.12.2007 kl. 10:06

4 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Auðvitað vekur staðan hjá FL Group upp alls konar spurningar um efnhagslífið á landinu.

En hvernig Haraldur har fær það út að lífskjör alls almennings hafi verið svo góð sem þau nú eru vegna útrásar íslenskra fjárfesta, það get ég ekki skilið.

Ef til dæmis skattumhverfi þeirra er borið saman við það sem er í kringum okkur, þá er til dæmis fjármagnstekjuskatturinn sá lægsti á vesturlöndum.

Búið að leggja niður hátekjuskatt og létta skattbyrðum að stóreignamönnum og hátekjufólki.

Þannig að allavega eru þeir ekki að borga sitt til samfélagsins, eins og eðlilegt væri að mínu mati.

Verð sem almenningur borgar fyrir fjármagn er hins vegar afar dýrt hér á landi, og svokallaðar verðbætur sem lagðar eru á lán gera það að verkum að húsbyggjandi borgar 3 hús fyrir 1. Þannig að ef einhver heldur því fram að almenningur njóti útrásarinnar eða hvernig ríkidæmi í landinu er að safnast á færri hendur, þá er það alls ekki skoðun sem ég tek undir.

Jón Halldór Guðmundsson, 5.12.2007 kl. 15:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband