22.11.2007 | 07:26
Of veikir í útrás ?
Mikið hefur verið skrifað um orkuútrás íslendinga að undanförnu. Við leikmenn höfum haft það á tilfinningunni að enginn eigi nokkurn möguleika á að skáka okkur á alþjóðavettvangi í þessum málaflokki.
Fyrsta skrefið í þessar orkuútrás var að ná ráðandi stöðu á orkumarkaði á Filipseyjum. Það var ef til vill meginiástæða þessa flumrugangs sem sprengdi allt í loftu upp, m.a. borgarstjórnarmeirihluta í Reykjavík. Mér fannst alltaf að menn ræddu þetta eins og það væri náast formsatriði að bjóða í þetta, íslendingar ættu þarna örugga innkomu af því við værum klárastir.
Nú er niðurstaðan ljós í þessu máli. Fyrirbæri sem heitir Red vulcan sem ég veit ekki hvað stendur fyrir yfirbauð íslensku fyrirtækin auðveldlega og þau drógu tilboð sitt til baka. Kannski er þetta hinn kaldi raunveruleiki í þessu orkuævintýri sem allir ætla að græða á í þriðja heiminum of stór biti fyrir okkur. Þó svo við telum okkur faglega best í þessu skiptir það engu máli þegar peningar eru annarsvegar. Það verða væntanlega risafyrirtæki, kannski mest bandarísk sem ná fótfestu í þessum geira því þeir eiga mesta peninga. Kannski var "orkútrásin" stormur í draumavatnsglasi.
Ég vona svo sannarlega að svo sé ekki en þetta dæmi sýnir okkur svo ekki verður um villst að þetta er sýnd veiði en ekki gefin.
REI hættir við Filippseyjar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Leiðrétting:
Ef þú hefur lesið e-ð annað úr fréttum fjölmiðla þá er fullyrðingin þín skiljanleg. Íslendingunum fannst þessi tilboðsgjafi sýna af sér léttúð og ákváðu að draga sig til baka og taka ekki þátt í þessu útboði. Auðvitað skiptir einnig máli staða mála í REI og Geysi grín.
Mosa sýnist á öllu að okkar menn hafi sýnt mikla skynsemi í þessu máli enda eru jarðhitaverkefni ákaflega áhættusöm fjárhagslega.
En það er ekki þar með sagt að okkar fólk geti hugsanlega ekki komið að þessu verkefni þó síðar verði.
Kveðja norður heiðar
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 22.11.2007 kl. 08:53
Er ekki rétt að skilgreina samningsmarkmið og bjóða rétt, en ekki takmarkalaust hátt í hluta í svona fyrirtækjum.
Mér finnst fremur eðlilegt að menn skoði sína stöðu og haldi þeim möguleika opnum að draga sig til baka, ef viðskiptatækifærin eru ekki nægilega góð.
Jón Halldór Guðmundsson, 22.11.2007 kl. 13:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.