20.11.2007 | 11:34
Frítt í bílastæði - frítt í strætó.
Akureyri hefur verið leiðandi í breyttri hugsun í samgöngum og aðgengi. Flestir vita að hér er frítt í strætó sem hefur haft gríðarlegar breytingar í för með sér. Hér hefur notkun á strætó meira en tvöfaldast sem vonandi hefur haft þau áhrif að notkun einkabílsins hefur minnkað.
Í þessari frétt sem verið er að fjalla um frítt í bílastæði og notkun bílastæðaklukkna. Akureyri hefur tekið frumkvæði og er að gera ýmsa nýja hluti hér á landi. Ég var í starfshópi sem vann að þessu máli fyrir tveimur til þremur árum síðan. Þetta er alls ekki Akureyrisk uppfinning. Svona kerfi er notað með góðum árangri í t.d. Danmörku og Þýskalandi. Þangað sóttum við grunnhugmyndafræði þessa verks því ekki þurfti að finna upp hjólið þarna ef svo má að orði komast.
Margir höfðu efasemdir þegar við vorum að byrja að ræða þetta á sínum tíma og ekki voru allir á eitt sáttir við þessa framkvæmd. Menn nefndu tekjuminkun, að fólk mundi ekki skilja þetta og fleira. En við keyrðum málið árfram til enda, stöðumælar voru sagaðir í burtu og nýja kerfið var innleitt með pomp og prakt.
Úrtöluraddirnar eru horfnar, alltaf eru næg bílastæði í miðbænum þar sem stöðug vandræði voru áður og íbúar og gestir okkar hæstánægðir.
Klukkuvæðingin er dæmi um mál þar sem vel tekst til og sýnir að menn eiga ekki að hika við að reyna nýja hluti þegar menn trúa að þeir bæti ríkjandi ástand. Íhaldssemi er ágæt að vissu marki en stundum þarf að brjóta upp ríkjandi ástand með nýjum hlutum. Það var gert í bílastæðamálum í miðbæ Akureyrar og í dag eru flestir sammála um að vel hafi tekist til.
Færri stöðumælasektir á Akureyri með nýju kerfi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Frítt í strætó er hið besta mál sem Samfylkingin kom í gegn. Bílastæðaklukkumálið er líka gott og veit ég að Mundi vinur minn sem nú dvelur í Ameríkunni getur verið stoltur af því að hafa komið þessu í gegn.
Páll Jóhannesson, 20.11.2007 kl. 12:39
Þessar ákvarðanir, frítt í bílastæði og frítt í strætó eru atriði sem ég er alveg gríðarlega ánægð með sem íbúi á Akureyri. Það er þvílíkur munur hvað það er miklu auðveldara að finna stæði, maður er laus við stressið að vera alltaf með pening tiltækan og tímasveigjanleikinn þægilegur. Og frítt í strætó finnst mér alveg frábært framtak sem vonandi þegar til lengdar lætur á eftir að skapa svona svipaðan kúltúr eins og maður sér í borgum úti í heimi, þ.e. að það verði eðlilegur og sjálfsagður ferðamáti að nota strætó milli staða. Fyrir mig persónulega hefur þessi ákvörðun gert það að verkum að bílferðum með yngri dótturina hefur fækkað um minnst tvær á dag, sem sagt tímasparnaður, bensínsparnaður og minni mengun.
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 20.11.2007 kl. 13:36
Hárrétt Jón Ingi. Þetta eru tvö dæmi um það sem vel hefur verið gert á Akureyri. Til fyrirmyndar og halda áfram með svona hluti. Fríar skólamáltíðir að finnskri fyrirmynd getur verið næsta góða mál og að bæta strætókerfið enn meira. Hjólreiðastígar eru einnig á dagskrá. Bestu kveðjur,
Hlynur Hallsson, 20.11.2007 kl. 14:42
Hér á bæ er bíll ekki hreyfður dögum saman. Það er e.t.v. ekki sparnaðurinn sem skiptir mig máli og mína fjölskyldu, heldur hagræðið af því að þurfa ekki að gæta þess að ganga með strætómiða eða smámynt á sér. Stórkostlegt framfaraspor. Bílastæðaklukkurnar eru ekki síðri framför, hreinlega allt annað líf. Aðeins tvennt er óskiljanlegt í því sambandi: Af hverju vorum við ekki löngu búnir að þessu og af hverju hafa engir apað þetta eftir okkur?
Helgi Már Barðason, 20.11.2007 kl. 16:44
Algerlega flott hjá Akureyringum með bílastæðin og næg bílastæði í miðbænum. Einnig er notkun tímaskífu eitthvað sem fleiri mættu taka upp.
Jón Halldór Guðmundsson, 20.11.2007 kl. 22:17
Vissulega flott framtak en ekki kalla þetta frítt því það er þetta svo sannarlega ekki. Það eru skattgreiðendur sem borga.
Vil árétta að framtakið er flott og ég er mjög sáttur við að peningum okkar sé varið með þessum hætti, en það er ekkert til sem er frítt þegar kemur að þjónustu við íbúa.
Gunnar Níelsson, 20.11.2007 kl. 23:58
Það er hárrétt að ekkert er frítt. Hins vegar eru þessar skífur bara mun einfaldari og ódýrari fyrir bæinn en rándýrir gjaldmælar.
En skattgreiðendur borga þetta á sinn hátt. Það er svo spurning hvort uppbygging bílastæða á að vera hluti af gatnagerð og greiðast af gatnagarðargjöldum eða lóðasölu. Einnig má velta fyrir sér hvort tekjur ríkisins af bifreiðum landsmanna ættu ekki að renna að hluta til svona mannvirkja, alveg eins og vegakerfisins?
Jón Halldór Guðmundsson, 21.11.2007 kl. 00:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.