Flugvöllurinn áfram í Vatnsmýrinni og samgöngumiðstöð.

Loksins sér maður framkvæmdir á Reykjavíkurflugvelli. Við sem ferðumst gjarnan um völlinn vitum hversu ástandið þarna er ömurlegt. Bílakraðakið og öngþveitið fyrir framan flugstöðina þar sem bílastæðavandinn er algjör, leiðir að og frá þröngar og ruglingslegar og leigubíla og bílaleigubílastæði í tómu tjóni.

Þegar svo er komið inn í svo kallaða flugstöð blasir hörmungin við, gamalt, illa hirt braggarusl frá stríðsárum þar sem aðstæður farþega og starfsfólks eru til skammar. Ég hef oft skammast mín niður fyrir allt þegar erlendir gestir okkar litast um fullir undrunar yfir þessar svokölluðu flugstöð. Það sem verst er að þarna er illa þrifið og stólar og borð slitið og í óhirðu. Þetta er það sem boðið er uppá í ferðamannalandinu Íslandi.

Loksins er eins og smávægilegar framkvæmdir séu að hefjast og það virðist sem ráðast eigi gegn bílastæðaöngþveitinu og það er vel. Það er löngu tímabært að hefja framkvæmdir við samgöngumiðstöð þarna sem þjónar flugi og rútum. Sennilega er loksins kominn samgönguráðherra sem þorir að höggva á þann fáránlega hnút sem einkennt hefur þetta mál allt of lengi.

Auðvitað á að halda flugvelli í Vatnsmýrinni. Það er besti staðurinn fyrir slíka þjónustu og þarna ber að byggja upp alvörumiðstöð samgangna á Íslandi. Reykjvíkurflugvöllur er sameign þjóðarinnar og Reykvíkingar hafa ekki einkarétt á því að fjalla um staðsetningu hans eða framtíð. Það ber að ræða af skynsemi og víðsýni og láta lönd og leið þröngar kreddur hópa sem sjá allt annað í hillingum. Reykjavík er nefnilega höfðuborgin okkar allra og þess vegna eigum við öll sama rétt að segja okkar skoðun á framtíð þessa mannvirkis.


mbl.is Bílastæðum við Reykjavíkurflugvöll fjölgað um helming
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Ég er algerlega ósammála þér með staðsetningu flugvallarins, ég bý ekkert sérlega langt frá honum og er það orðið óþolandi hvað umferð um völlin er orðin mikil. Ekki bara F50 að koma frá Akureyri heldur allar þessar þotur sem nýríkafólkið notar daglega og oft á dag.  Þyrluumferð er einnig til ama.. burtu með þetta stríðáradrasl eins og það leggur sig.. fara með þetta upp á sandskeið þess vegna.

Gera heilstæða samgönguáætlun í Reykjavik, gera alvöru samgöngumiðstöð við Grafarholt eða á hálsunum..  flugvöllur á ekki heima í miðbæ borga..

Eru ekki akureyringar að fara að flytja sinn flugvöll ?

Óskar Þorkelsson, 12.11.2007 kl. 20:15

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Óskar...nei Akureyringar eru ekki að flytja sinn flugvöll, það á að lengja hann til suðurs þannig að hér geti lent allar þær flugvélar sem notaðar eru í farþega og fraktflugi hér. Ég bý á Oddeyri og hér fljúga flugvélar yfir þegar vindur er af suðri. Slíkt truflar mig ekki enda eru flugvélar orðnar miklum mun lágværari en var í gamla daga.  Af hverju vilja menn öll þægindi og lúxus en það eru bara aðrir sem eiga að færa fórnir. Flugvellir eiga heima þar sem fólkið er en ekki á heiðum uppi. Kannski viltu bara sleppa fluginu alveg...það væri líklega best fyrir ykkur Reykvíkinga... Ef menn þola ekki fólk, þéttbýli og það sem því fylgir þá eiga menn að búa annarstaðar....td er ekki mjög mikill hávaði yst á Langanesi

Jón Ingi Cæsarsson, 12.11.2007 kl. 23:08

3 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Næturflug er ekki á Akureyrarvöllinn.

Það er gersamlega óþolandi, að ekki sé einusinni reynt að fara að þeim samningum sem grðir voru við Borgarstjórn um flughreyfingar á Vatnsmýrarvellinum.

Ungabörn hrökkva upp við gny frá þotum sem eru að klenda um miðjar nætur.

Svo eru Akureyringar ekkert að lengja eitt né neitt.  Það er Ríkið sem borgar brúsann og að ekki sé talað um allann þann apparatúr, sem með þarf til að geta boðið upp á blindaðflug að vellinum, ef það á annað borð tekst.

Völlurinn er fullboðlegur fyrir F-50 og Dash 8

 Það er völlur fyrir flutningavélar ekki svo alllangt þarna frá, á leiðinni til Rvíkur.  Brúkið hann fyrir fraktina.  það er ekki vo langt að trukka fiskinum þangað.

Með vingjarlegri kveðju

Miðb´jaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 13.11.2007 kl. 09:43

4 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Farþegaflug innanlands er ekki stundað að næturlagi og það er það sem skiptir máli í þessu öllu. Það stendur til að takmarka flug einkaþotna á Reykjavíkurflugvöll og það erum mörg ár síðan atvinnuflug á þotum var bannað í Reykjavík. Ég sagði ekki að Akureyringar væru að lengja flugvöllinn heldur "það á að lengja hann til suðurs" ef þú tekur þokkalega eftir   Frá Akureyri er stundað sívaxandi flug til útlanda með B-757 og MD - 82 sem þurfa lengri braut en er í boði á Akureyri í dag til að uppfylla strangar kröfur. 

Ef Miðbæjaríhaldið heldur að nafli alheimsins sé á höfuðborgarsvæðinu er það rangt og lýsir kannski þeirri óupplýstu umræðu sem er hjá þessum hópi sem hæst bullar.

Jón Ingi Cæsarsson, 13.11.2007 kl. 11:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband