Of fáir lögreglumenn

Nú funda sunnlenskir lögreglumenn. Þeir telja að stöðugildi séu allt of fá miðað við þá þörf sem sé til staðar á svæðinu. Ég reikna með að þeir viti gjörla hvað þeir eru að segja og satt að segja veit ég ekki hvort stjórnvöld lögreglumála eru að reikna með þeim gríðarlega fjölda sem á þessu svæði eru allan ársins hring en eiga ekki heimilisfestu. Ég man það ekki alveg, en einhvernvegin minnir mig að þarna séu 4000 sumarbústaðir og hús í orlofsbyggðum. á þessu svæði. Þetta er sama sagan og hér á Akureyri. Lögreglumönnum hefur ekki fjölgað hér í bæ svo árum og jafnvel áratugum skiptir. Lögregla er lítt sýnileg á Akureyri og þar er örugglega um að kenna allt of fámennu liði. Það spratt um þetta umræða fyrir tveimur árum eða svo. Þá stökk dómsmálaráðherra til og hélt mikinn áróðursfyrirlestur um að settir yrðu niður fjórir sérsveitarmenn á svæðið og að hans mati átti það alveg að duga. Ég sé ekki hvernig þær viðbætur gagnast daglegri löggæslu á Akureyri með fullri virðingu fyrir Birni Bjarnasyni.

Satt að segja hef ég verulegar áhyggur af ósýnileika lögreglunnar hér og að mínu mati þarf að fjölga verulega í liðinu hérna. Gott dæmi eru tilraunir bæjaryfirvalda að koma á 30 km hverfum sem aftur gagnast lítt því löggæsla í hverfum bæjarins er afar lítil. Það sést best á því að menn leggja bílum hér út og suður... móti aksturstefnu, upp á gangstéttum, undir bannskiltum og svo framvegis og komast upp með það, sumir árum saman. Þetta er örugglega vegna þess að löggæslan á fullt í fangi með að bregðast við tilfallandi atburðum, hvað þá að sinna fyrirbyggjandi starfi í íbúðahverfum og öðrum þeim stöðum sem þörf er á.

Mér var sagt að stöðugildum lögreglumanna á Akureyri hefði ekki fjölgað frá 1978. Þannig var það fyrir tveimur árum og ég veit ekki hvort úr því hefur verið bætt. Á þeim tíma hefur bæjarbúum fjölgað um þúsundir, stórir framhaldsskólar með hunduðuð nemenda sem ekki eru hér með lögheimili og auk þess gríðarlegs fjölda ferðamanna sem hér eru allan ársins hring. Auk þess hefur bílaeign bæjarbúa rúmlega tvöfaldast á þeim tíma.

Þessi umræða er í ætt við umræðuna um Keflavíkurflugvöll. Þar telja slökkviliðsmenn að þjónustu sé ábótavant. Á sama hátt er umræða um að löggæslu sé ábótavant að aukast. Það er svo sannarlega orðið tímabært að endurskoða og endurmeta þá þörf á landsvísu. Ég held að við séum ekki að standa okkur í þessum málaflokki og við verðum að gera betur. Dómsmálaráðherra tekur vonandi af skarið og drífur í að láta meta þessi mál án upphrópana og leiðinda í garð þeirra sem hafa af þessu áhyggjur.


mbl.is Vantar fimm lögreglumenn á vakt til að ná landsmeðaltali
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Ég held að lögreglumenn hér á landi séu alveg þokkalega margir miðað við íbúafjölda landsins.

Það er síðan ekki sjálfgefið að hverjir 842 íbúar þurfi sinn lögreglumann yfir sér. Lögreglustarfið er ekki þannig.  Það ræðst af verkefnum á hverjum stað, en ekki hvar fólk á lögheimili.

Jón Halldór Guðmundsson, 8.11.2007 kl. 16:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 818825

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband