Hvorum skal trúa ?

Það eru grafalvarlegar ásakanir sem starfsmenn á Keflavíkurflugvelli koma fram með á hendur flugmálayfirvalda. Nú neita þau sömu flugmálayfirvöld þessum ásökunum. Eftir stendur að ég sem neytandi hef ekki möguleika á að átta mig á hvor málsaðilinn er að segja satt. Það sem skiptir mig og alla þá sem nota þennan flugvöll máli, er að þar sé öryggisviðbúnaður i hæsta gæðaflokki. Annað er óásættanlegt.

En þá stendur eftir hjá mér að ég get ekki treyst þessu lengur. Ég vil seint trúa því að fagstétt eins og slökkviliðsmenn láti frá sér fara slíkar yfirlýsingar ef allt er í eins góðu lagi og flugmálayrirvöld segja. Allir vita að stórlega var skorið niður þegar herinn fór og ef til vill var það of mikið ? Hver veit, Ekki ég. H-ffunn þarna er ekki traustvekjandi, það verð ég að segja.

Ég hef þá tilhneigingu eins og vafalaust margir aðrir, ef ekki flestir, að eitthvað sá að marka það sem fagstéttin segir. Þeir þekkja máli og bera ábyrgð á framkvæmd. Ráðmenn horfa til annarra þátta td. reskrarkostnað sem mótar þeirra viðhorf töluvert ef að líkum lætur. Í máli slökkviliðsmanns í gær í sjónvarpi lýsti hann einnig áhyggum af umsjón vallarins varðandi öryggi á brautum. Skemmst er að minnast óhapps þegar flugvél rann af braut vegna hálku sem auðvitað er óásættanlegt á slíkum stað.

Niðurstaða mín er að trúa fagstéttinni. Viðmið þessara aðila eru líklega ólík og hvor hefur vafalaust eitthvað til síns máls. Þjóðin horfir á hið opinbera spara langt niðurfyrir hættumörk í heilbrigðiskerfinu og því ekki þarna líka ? Sama má segja um fleiri þætti í rekstri ríkisins. Sparnaðarviðhorfið og framkvæmd þess er farið að koma niður á ýmsu í verri þjónustu, í sumum tilfellum hættulega mikið verri. Líklega er það þannig á Keflavíkurflugvelli og satt að segja líður mér ekkert sérstaklega vel með þá hugsun.


mbl.is Flugmálastjórnin á Keflavíkurflugvelli vísar ásökunum LS á bug
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 818826

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband