4.11.2007 | 01:11
Svindl og svínarí ?
Hvernig er þetta eiginlega hér á Íslandi ? Það er sama hvað er í gangi hverju sinni, það er ekki hægt að treysta íslensku viðskiptalífi. Það er ekki langt síðan gerð var breyting á virðisaukaskatti og gríðarleg orka fór í að reyna að koma í veg fyrir að afrakstur þeirrar breytingar rynni óskipt í vasa kaupamanna og til þeirra sem seldu þjónustu. Margir halda því fram að minni hluti þessarar breytingar hafi skilað sér til neytanda. Hvað sem satt og rétt er í þeim fullyrðingum verður ekkert við því gert enda voru viðurlög engin og eftirfylgni verðlagsyfirvalda slök og máttlaus. Þannig er það allt of oft.
Nýjasta svindlið sem skekur þjóðfélagið eins og er eru meint svik verslana sem þóttst hafa verið í gerfi velgerðabúða almennings og litla mannsins. Eigendur þeirra hafa reglulega farið og gefið vænar fúlgur til þurfandi við glampandi leifturljósablossa fjölmiðla. Þetta hefur skilað þeim árangri að fólk hefur trúað því að þessi fyrirtæki væru að vinna fyrir almenning. Að vísu finnst manni miskunsemin og gjafmildin takmörkuð þegar maður kemur frá Danmörku með verð í verslunum þar í fersku minni. Þá eru verðin í Bónus okurverð...bara aðeins lægri okurverð en í flestum hinna.
Smátt og smátt eru íslenskir bissnessmenn farnir að fá ljóta ímynd í hugum fólks. Þeir svíkja, pretta, okra og stela af almenningi, mili þess sem þeir segjast vera í krossferð, neytendum til handa. Það er ef til vill ekki undarlegt þó farið sé að falla á silfrið. Við íslendingar búum við okurverð, okurvexti og því til viðbótar er verðið sem okkur er sagt að við séum að greiða tómt plat...hvar endar þetta eiginlega ?
Olíufélögin komust í hámæli fyrir nokku og tryggingafélögin hafa verið tekin til skoðunar. Verðlagseftirlit og neytendavernd er í skötulíki hér á landi. Það virðast bissnessmennirnir notfæra sér til að auðgast á kostnað almennings. Það er eiginlega fjandi hart að horfa á stjórnmálamenn ákveðinna flokka gefa stofnanir þjóðarinnar sem aftur eru svo notaðar til að arðræna fátæklingana í landinu. Fá þessir menn aldrei móral ?
En ég spyr enn og aftur.... hvar endar þetta ? Er þetta bara stormur í vatnsglasi sem gengur yfir og að því loknu hefjast þessir menn handa þar sem frá var horfið ?? það verður fróðlegt að sjá.
Kerfisbundið haft áhrif á verðkannanir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.