Hvað segir Hannes Smárason ?

Áhugaverð ummæli Hannesar Smársonar í Fréttablaðinu í dag. "Heimurinn má ekki vera að því að bíða eftir  rifrildinu í borgarfulltrúum."

Það fer ekki á milli mála hverjir hafa stjórnað hraða þessa máls. Nýríkir auðmenn stjórna kjörnum fulltrúum fólksins og þvinga þá til hlýðni. Mistök þeirra virðist vera að þeir ofmeta styrk Vilhjálms Vilhjálmssonar fyrrverandi borgarstjóra. Tilraun til að þviga fram samruna fyrirtækis þeirra og fyrirtækis í eigum opinberra aðila var keyrð áfram af miklu offorsi og féll síðan um sjálfa sig.

En nú sjáum við hina réttu hlið á þessu máli, yfirlýsingar Hannesar í Fréttablaðinu og hótanir um milljarða fébætur á hendur fyrirtækis í eigu Reykvíkinga lýsa best því hugarfari sem að baki býr. Við erum ríkið....hlýðið og þegið, er móttó þessar manna sem augðast hafa umfram allt velsæmi á síðustu árum.

Leikreglur virðast einskis virði "og verði minn vilji" er móttó tíðarandans.


mbl.is Allar reglur þverbrotnar í samrunaferli REI og GGE
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Þetta eru mjög eðlileg viðbrögð hjá Hannesi.  Hann sagði réttilega að hann hefði gert samning sem samþykktur hefði verið á löglegan hátt af þar til gerðum aðilum sem hafa umboð til að taka þessa afstöðu, þ.e. stjórn OR og eigendafundur OR.  Þeir hefðu getað beðið með að samþykkja samninginn eða hafnað honum en þeir samþykktu hann.  Þar með öðlast hann gildi.

Hannes sagði því að það væru þrír kostir í stöðunni:  1) Standa við samninginn.   2) Gera nýjan samning.   3) Fara í mál við OR og krefjast þess að annað hvort verði staðið við samninginn eða greiddar skaðabætur.

Þetta eru mjög eðlileg viðbrögð.  Þegar þú gerir samninga við einhverja þá verður þú að geta treyst því að þeir ætli sér að efna samningana sem þeir gera og skrifa undir.  Það er fullkomlega eðlileg krafa.

Sigurður Viktor Úlfarsson, 2.11.2007 kl. 13:33

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Og fannst þér eðlilega að þessu ferli öllu staðið ? Maður spyr sig enda féll borgarstjórarmeitihlutinn vegna þess að vinnubrögðin voru óverjandi. Samingar hafa lítið gildi þegar ekki er farið að leikreglum og það er verið að kanna.

Jón Ingi Cæsarsson, 2.11.2007 kl. 13:48

3 Smámynd: Páll Jóhannesson

Viðbrögð Hannesar koma ekki á óvart. Menn eins og hann ætlast til að heimurinn dansi eftir þeirra höfði. Honum væri nú nær að staldra aðeins við og átta sig á því að menn verða fara eftir settum reglum, en ekki ætlast til að þær séu beygðar að þeirra þörfum eftir á. Ef hann getur ekki beðið þá er það hans vandamál, en ekki okkar. Nú verða allir viðeigandi aðilar að hafa þolinmæði til þess að bíða meðan núverandi meirihluti reynir að finna út úr því hvernig þessu RISA klúðri fyrrum meirihluta verður bjargað fyrir horn, með hagsmunum Reykvíkinga að leiðarljósi en ekki Hannesar Smárasonar.

Páll Jóhannesson, 2.11.2007 kl. 14:44

4 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Eru þetta fumlaus vinnubrögð?

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 3.11.2007 kl. 00:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband