Mismunandi jólasveinakúltur.

Þetta eru eiginlega svolítil vonbrigði þessar fréttir að verslunum sem flestir hafa trúað að hafi haft neytendur og samkeppni að leiðarljósi. Bónus hefur td lagt mikið upp úr þeirri ímynd að megninhugjsón þeirrar búðar sá að vinna fyrir neytendur og hafi lagt sig fram um að hafa lágt vöruverð, svo lágt að maður hefur jafnvel trúað að þeir hafi verið að tapa á þessum bissness.

En nú eru blikur á lofti og ég vona svo sannarlega að þessar fréttir séu orðum auknar þó svo maður sé ekki bjartsýnn á að svo sé. Mér fannst fulltrúi þeirra í Kastljósi ekki trúverðugur einhvernveginn, í vörn allan tíman sem er kannski eðlilegt

En þetta á kannski eftir að skýrast. Ameríski jólasveinninn er brosmildur karl, bústinn með rauðar kinnar og kemur færandi hendi og gleður börnin. Upp úr poka hans kemur ýmislegt góðgæti og leikföng handa börnunum, allt til að þóknast og gleðja alla í aðdraganda jóla.

Og svo eru það gömlu jólasveinarnir okkar sem koma til byggða og eiga annarskonar erindi en ameríski frændi þeirra. Einn nær sér í kétbita, annar kerti, þríðji læðist í skyrið og enn einn hnuplar sér bjúgum. Eitt eiga þeir sameiginlegt að við komu þeirra eru þeir sem fá heimsókn þeirra fátækari en áður.

Það verður fróðlegt að sjá hvort við njótum gjafmildi þess ammmeríska eða hvort þetta eru bara gömlu grýlusynirnir sem höndla á skerinu góða.


mbl.is Þingmenn lýsa áhyggjum af fréttum af matvöruverslunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll!!

Edda Bára heiti ég og er Höskuldsdóttir. Faðir minn á og rak verslunina síðu á akureri og las ég komment frá þér á eitthveri síðu. og ég ætla bara að segja þér að þú ert að fara með fleipur. veist greinilega ekkert um málið nema það sem keflvíkingurinn segir í fréttum sem er bara helber lygi það er ekki meira en ár síðan við fengum að vita að það ætti að henda okkur út og að við gætum sótt um plás í nýja húsinu gátum við en hefðum ekki fengið það því það er löngu búið að úthluta því plássi og svo finnst mér að þar sem við unnum málið finnst mér það sanna svolítið að rétturinn er okkar meginn því við eigum öll gögn um málið og það fékk dómari að sjá. Því vænti ég þess að þú sért ekki að fara með rangar staðrendir. Vinsamlegast kynntu þér málið áður.

Edda Bára Höskuldsdóttir

Edda Bára (IP-tala skráð) 1.11.2007 kl. 22:59

2 identicon

Mér finnst leiðinlegt að sjá svona athugasemdir á heimasíðu JIC. En auðvitað er það svo að lyfti einhver höfði úr skotgröf mega menn eiga vona á skoti. JIC hefur alltaf skrifa af glöggskyggni og kunnáttu um málefni dagsins og svo koma svona sáldur um annað deiluefni sem hefur sinn gang í kerfinu. Hvað einhver lofaði á einhverjum tíma áður en JIC varð formaður skipulagsnefndar Akureyrarbæjar eru jafn verðmæt loforð um að sólin skíni á morgun. Bið menn/konur að vera málefanleg hér sem annarsstaðar.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 2.11.2007 kl. 10:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband