Menningarhúsið flýgur upp. Strandgatan fyrr og nú.

MenningarhúsiðÞessi mynd er tekin í vor. Þá var Menningarhúsið rétt að skríða upp úr jörðu en nú er húsið að ná fullri hæð og styttist í að það verði fokhelt.

Þessi mynd sýnir líka vel svæðið sem verið er að fjalla um í undirbúningshópi fyrir uppbyggingu Miðbæjarins. Dökka húsið til vinstri er Hofsbót 4 en framan við það og að Strandgötunni verður byggt töluvert. Enn lengra til hægri þar sem rauða húsið er ( Glerárgata 1 ) er Sjallareiturinn. Þarna bíður uppbygging en húsaröðin meðfram Strandgötu heldur sér og verður varðveitt. Þetta eru allt hús sem risu eftir brunan mikla 1906. Þá brann húsaröðin að Glerárgötu en þar náðist að stöðva eldinn með að breiða segl á gafl Strandgötu 15 og ausa á það sjó. Það hús er nú horfið, vék fyrir breikkun Glerárgötunnar um 1970. Það er Strandgata 17 sem nú stendur næst Strandgötu að austan og skagar þar næstum út að götu og þrengir mjög að gönguleiðinni.

Næst á myndinni er svo Torfunefsdokkin sem því miður er illa nýtt og þarna ætti að byggja upp góða aðstöðu fyrir skútur sem heimsækja okkur heim. Aðstaða við Torfunef er Hafnarsamlaginu til lítils sóma og það hefur verið gróflega vanrækt. Torfunefnbryggjan er 100 ára á þessu ári, var byggð 1907 og þurfti tvær tilraunir því hún hrundi rétt um það bil sem erlendur stórnandi var að ljúka byggingu hennar. Íslendingar tóku við og luku verkinu og það hefur verið vandað því enn er þessi 100 ára gamla bryggja ótrúlega heilleg þrátt fyrir vanrækslu árnanna. Vonandi að þessu svæði verði sómi sýndur í framhaldi af merkisafmælinu.

Endilega klikkið tvisvar á myndina til að fá stóra og skarpa mynd að þessu svæði. Gaman að rýna í hana og skoða svæðið úr lofti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband