26.10.2007 | 18:12
Hið rétta andlit Alcoa ?
Þær fréttir sem berast um landsbyggð af fjörðum austur, setja að manni hroll. Bjargvættur Austfjarða hefur lokið því verkefni að kaupa íbúa á völdum svæðum til jákvæðs fylgilags við sig. Margir óttuðust komu þessa fyrirtækis sem þekkt var að ýmsu samkvæmt fréttum.
En þeir hófu mikinn áróður og ímyndarvinnu og keyptu heilu íþróttahúsin handa íbúunum og buðu pólitíkusum í feitar veislur þar sem vel var veitt. Allir dönsuðu af gleði og þóttust himinn höndum tekinn. Stofnaðar voru innanhússhljómsveitir og stjórnendur mættu í fjölmiðla í sparifötunum og áttu ekki til lýsingarorð til að dásama það sem í vændum var. Og menn trúðu og verkalýðsleiðtogar og framármenn austur þar notuðu stór orð. Fræg var setning þungaviktarmanns þar....."þetta eru alvörumenn"
Og nú hafa alvörumennirnir hafið aðgerðir. Konur tvær voru dregnar nauðugar að velli og þeim kastað út í myrkrið. Ástæður, geta ekki lært og falla ekki í hópinn. Sá tími er liðin að Alcoa Fjarðarál kaupi sér ímynd með fagurgala og peningum. Þarna er kannski komið hið rétta andlit sem sumir "svarsýnisrausarar" óttuðust.
Alcoa Fjarðaál harmar að verklagsreglum var ekki fylgt við uppsagnir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 818825
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
ég get nú seint talist Álversaðdáandi en þetta fyrirtæki virðist vera að pluma sig fínt og ef að gerð væri skoðanakönnun meðal starfsfólks ...þá fengi Álverið hæstu einkun sem vinnustaður...þekki nú ansi marga sem vinna þarna og allir hafa sömu sögu að segja......þannig hættu þessu rausi.
Einar Bragi Bragason., 26.10.2007 kl. 18:34
ég skil svo að þér finnist þessar aðferðir til fyrirmyndar. þar er ég einfaldlega ekki sammála þér og eiginlega furða mig á þeirri skoðun þinni Einar Bragi
Jón Ingi Cæsarsson, 26.10.2007 kl. 19:19
Alcoa hefur aldrei verið annað en glæpasamtök þeir reyna að láta sjást flottan front ut á við en svo er bakhliðin hruninn .
Svo annað þeir eru að ráða til sýn Pólverja í kippum og ýta íslendingum til hliðar þeir vilja hafa starfsmenn sem hneigja sig og beygja eins og þeim hentar sem sagt þræla.
Svo er líka Ráðningastofan sem þeir eru með Capacent að mismuna fólki og stunda þvílikar persónunjósnir að það varðar við lögbrot.
Ég er einn af þeim sem hafa sótt um störf hjá Alcoa -Fjarðaráli og fékk synjun á þeim forsendum að ég og Alcoa pössum ekki saman og ég hef ekki fengið neina nánari skýringu á því og þegar ég hef gengið eftir því að fá nánari svör þá er nánast skellt á mig hjáCapacent.
Ég hef heyrt að Capacent sé að kanna fjárhegstöður umsækjanda og leita í skrám hjá Lánstrausti eftir því.og leita út fyrir upgefna meðmælendur.
Ef þú segir ekki já og amen hjá Alcoa þá er þér vísað úr starfi á stundinni
Svo er þessi mikli fólks flutingur eins og var spáð ekki að ske ennþá það standa heilu hverfinn af nýjum húsum í Fjarðabyggð og á Fljótsdalshéraði auð og seljast ekki.
ég þekki mjög vel til inn á álverssvæðinu og veit hvað er í gangi þar ég hef líka heyrt að það sé mjög mikil valdatafl þar og starfsmenn eru að slíta augunn úr hver öðrum
Guðjón Ólafsson, 27.10.2007 kl. 12:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.