Strúturinn stingur höfðinu í sandinn.

 Aðspurður hvort hann felli sig alfarið við þau sjónarmið sem borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa tjáð vegna samstarfsslitanna, sagðist Geir ekki hafa forsendur til annars. "Auðvitað treysti ég mínu fólki í borgarstjórn, það segir sig sjálft."

Þetta eru orð formanns Sjálfstæðisflokksins og nú kannast maður aftur við flokkinn. Búið er að læsa ágreining og skoðanaskipti inni í Valhöll og þetta mál verður ekki rætt meir. Þannig er þessi flokkur, enginn ágreiningur á torg, allt skal lokað innan veggja flokksins.

Þetta er fín tatik og virkar fínt. Sjálfstæðisflokkurinn er stofnun þar sem einstaklingar eiga ekki að spila sóló. Þeir sem eru kjörnir í trúnaðarstöður fyrir þennan flokk missa persónuleika sinn og verða tannhjól í sjálfstæðis-frjálshyggju-hægri vélinni.  Þetta er stóri munurinn á stofnuninni Sjálfstæðsflokkurinn og hinum flokkunum. Þar fer minna fyrir þessum flokksaga og einstaklingar fara gjarnan í ýmiskonar egotripp þar sem talað er og framkvæmt þvert út úr því sem kallast flokksstefna. Þar er það sjónarmið og staðreynd að hver og einn er kosinn til starfa sem einstaklingur sem svo starfar innan vébanda flokksins. Á þessum viðhorfum er grundvallarmunur.

Þessi grundvallarmunur gerir td óhugsandi að ég vildi starfa innan Sjálfstæðisflokksins og myndi sennilega ekki starfa innan Samfylkingarinnar ef mér væri gert að " halda kjafti, hlýða og vera góður " eins og sagt er. Kannski er borgarstjórnarflokkur Sjallanna í Reykjavík í þessum vanda því Davíð Oddsson og stefna hans í flokksaga og hlýðnimálum var löngu búinn að hrekja þá í burtu sem höfðu bein í nefinu.

Eftir situr kjúklingahjörðin sem reyndi að kvaka í Orkuveitumálinu en hefur nú verið læst inni í Valhöll á ný og allt orði feiki fínt og gott.


mbl.is „Hætta að takast á við fortíðina“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

mikið er ég sammála þér í þessu.  sjálfstæðisflokkurinn ber alls ekki nafn með rentu lengur og hefur reyndar ekki gert síðan Geir Hallgrímsson var og hét.

Óskar Þorkelsson, 19.10.2007 kl. 11:51

2 Smámynd: Páll Jóhannesson

Þetta er meira en skrítið mál, svo ekki sé nú dýpra í árina tekið. Skrítnast af öllu er sú staðreynd að borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins voru hugmyndasmiðirnir á bak við þetta klúður frá upphafi til enda. Ef hins vegar Björn Ingi er svona áhrifamikill eins og þeir gefa til kynna, þá gef ég nú ekki mikið fyrir kjúklingalærin Gísla Martein og félaga hjá íhaldinu.

Páll Jóhannesson, 19.10.2007 kl. 14:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 818825

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband