18.10.2007 | 08:33
Hættulegar hugmyndir.
Ég er einn þeirra sem sit í samninganefnd fyrir stéttarfélag. Þess vegna hef þurf að kynna mér þessar hugmyndir. Við fyrstu sýn virtist þetta ekki slæmur kostur og gæti jafnvel styrkt stöðu þessa kerfis í þjóðfélaginu.
En þegar nánar var skoðað eru þessar hugmyndir Así og SA nánast galnar. Það er óðs manns æði að flytja umsýslu bótagreiðslna til atvinnulífsins. Auðvitað er ekki ætlunin að misbeita eða misnota svona kerfi en sporin hræða. Þetta er ámóta og ASÍ færi að gefa því séns að atvinnulífið og fyrirtækin mættu og gætu stofnað sín eigin stéttarfélög sem þeir réðu að hluta eða alveg. Varla hafa þeir ASÍ menn látið sér detta það í hug þó svo atvinnurekendur hafi reifað það í fúlustu alvöru þegar geðshræring hefur gripið þá. Það datt Samherja í hug þegar Sjómannafélag Eyjafjarðar þótti til vandræða.
Það er líka galið að búa til tvö kerfi hlið við hlið í sama málaflokki. Slíkt getur aldrei orðið gott til lengri tíma litið. Miklu nær væri að einbeita kröfunum að endurskoðun almannatryggingakerfis frá grunni og taka á vandanum frá þeim vinkli. Atvinnurekendur hafa ekkert með það að gera að vera með puttana í málum sem þessum, það er hvorki þeim né þeim sem nota þurfa kerfið til framdráttar.
"Nálgumst hratt ameríska kerfið" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvað finnst þér um hugmynd Starfsmannafélags RÚV að krefjast sömu prósentutölu á hækkun launa útvarpsstjóra?
Hann hefur verið að hagræða með því t.d. að lesa fréttirnar. Þar sparast laun eins þular. Kannski gæti hann spara enn meir með því að skúra sjoppuna t.d. á næturnar og þá væri unnt að spara næturverði? Kannski þetta sé raunin, hver veit? Fróðlegt væri að vita meira um þessi mál.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 18.10.2007 kl. 18:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.