Haustdagar fyrir norðan.

StrandgötusýnÞað hafa verið frábærir haustdagar við Eyjafjörð að undanförnu. Fínn hiti og sunnan andblær. Nú er sem dragi úr því um sinn og norðangarrinn minnir á sig. Þó fer hitinn lítið niður og varla kemur frost sem kallast getur enn sem komið er. Það er af sem áður var í æsku minni að oft var snjór og frost í október.

Myndin sem hér fylgir með er tekin frá Strandgötunni og til suðurs. Sólin roðar skýin yfir Vaðlaheiðinni, Garðsárdalnum og Staðarbyggðarfjöllunum. Brúin fína sem sett var þarna fyrir allmörgum árum sómir sér vel og minnir aðeins á gömlu dagana þegar fimm brýr voru yfir læki og kíla á Strandgötunni.

Sumir hafa látið sér detta í hug uppfyllingar framan við Strandgötuna til að vinna land og fá viðlegukanta. Mér er það ljóst að slíkar hugmyndir setja þeir einir fram sem ekki hafa mikin skilning á því hversu þessi ásýnd og karakter bæjarins er mikilvæg í augum þeirra sem til þekkja. Það verður langt þangað til Akureyringar láta það viðgangast að frekari uppfyllingar verði gerðar sunnan við Oddeyrina.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Jóhannesson

En pældu samt í því minn kæri félagi hversu mikið ásýnd bæjarins hefur breyst? manstu hvernig strandlengjan var þegar við vorum pollar? svo setja menn fyrir sig hvort hús eru höfð 4 eða 8 hæðir af því að það má ekki breyta ásýnd bæjarins.

Annars er ég sammála þér hvað varðar landfyllingu hér í bæjarlandinu okkar, nú er nóg komið, hingað og ekki lengra.

Páll Jóhannesson, 15.10.2007 kl. 16:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 818826

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband