5.10.2007 | 16:46
Þetta er ótrúlegt.
Þetta mál virðist vera að vinda upp á sig. Borgarstjórinn á í vök að verjast og Sjálfstæðismenn virðast vera að fara í límingunum. Heimdallur lætur Villa karlinn heyra það í ályktun og fleiri tjá sig á bloggsíðum í svipuðum dúr.
Eiginlega er ótrúlegt hversu klaufalega er að þessu staðið og maður spyr sig hvort borgarstjóri hafi ekki hreinlega verið plataður. Hann hefur fram að þessu ekki sýnt mikil klókindi þegar stjórnmál eru annars vegar. Kannski er þarna komin ástæðan fyrir að Davíð Oddsson hélt honum alltaf frá völdum og áhrifum.
Svo er það hlutur Björns Inga. Það er með ólíkindum hvað sá maður hefur náð að moka undir sig að völdum og peningum. Hann situr í nefndum, stjórnum og ráðum hringin í kringum borðið og fær ofurgreiðslur fyrir eitthvað úr öllum áttum. Ef þetta er ekki að nýta sér aðstöðu til að ná sér í penginga á kostnað skattborgaranna er ekkert slíkt til. Mér þætti gaman að vita úr hversu mögrum kjötkötlum hann fær greitt fyrir aðstöðu sína sem fjórða hjól Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Það er örugglega ekki lítið.
Kannski er málið að þessi drengur sem gerir allt fyrir völd hafi tangarhald á gamla góða Villa. Kannski er það hann sem á stóran þátt í þessari atburðarás. Hann hefur heldur ekki haft neinn smáræðis læriföður þarna í Framsóknarflokknum. Alfreð Þorsteinsson hefur löngum verið talinn meistari baktjaldamakksins. Er það von að Villi karlinn átti sig á svona nýmóðins framsókarfrjálshyggjumanni.
![]() |
VG í Reykjavík tekur undir gagnrýni á samruna orkufyrirtækja |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
agny
-
malacai
-
megadora
-
gumson
-
skagstrendingur
-
agustolafur
-
bjarnimax
-
bleikaeldingin
-
bookiceland
-
gattin
-
bibb
-
dofri
-
ragnagrondal
-
fsfi
-
saltogpipar
-
gisliivars
-
gretar-petur
-
lucas
-
mosi
-
gudrunkatrin
-
nelson
-
coke
-
hehau
-
hemba
-
helgivilberg
-
hildajana
-
hildurhelgas
-
himmalingur
-
hlynurh
-
slubbert
-
minos
-
hordurj
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jakobk
-
leicester
-
rabelai
-
jonhalldor
-
joninaros
-
jonerr
-
jonsnae
-
thjodarskutan
-
kafteinninn
-
ktomm
-
kjarri
-
kjarrip
-
ksk
-
kristjanmoller
-
larahanna
-
lara
-
lillagud
-
magnusmar
-
olafurjonsson
-
skari60
-
pallijoh
-
ljosmyndarinn
-
fjardarheidi
-
safi
-
siggisig
-
stebbifr
-
svavaralfred
-
svenni
-
saemi7
-
saevarh
-
sollikalli
-
valdisa
-
vestfirdir
-
tbs
-
thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 11
- Sl. sólarhring: 11
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 819348
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þarna sína sjálfstæðis- og framsóknarmenn sitt rétta andlit. Það er skítalikt af þessu máli - ullabjakk
Páll Jóhannesson, 5.10.2007 kl. 17:46
Sælir
Ég er hjartans sammála þér Jón minn. Framganga Vilhjálms í þessu máli er þannig að hann eigi að axla ábyrgð á því og án efa hefur Björn Ingi komið að þessu. Við skulum ekki líkja Birni Inga og Alfreði saman, öðrum þeirra þykir vænt um flokkinn sinn.
mbk.
Ólafur Sveinn Haraldsson (IP-tala skráð) 5.10.2007 kl. 19:09
Villi Vitlausi á að segja af sér strax.
Óskar Þorkelsson, 5.10.2007 kl. 19:49
Þa' skyldi þó ekki vera að þetta mál verði áfall fyrir framsóknarmenn? Alveg furðulegt, er það ekki?
Jón Halldór Guðmundsson, 7.10.2007 kl. 16:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.