Heybrækur Sjálfstæðisflokksins.

Rétt ég er sammála því að það eigi að fara með málið fyrir dómstóla. Vilhjálmur fann sér hæstaréttarlögmann sem hlýddi því sem fyrir hann var lagt. Ótrúlega siðlaust af þessum virðulega lögmanni og honum til skammar. Til hvers halda menn að lög um fundi og fundarsköp séu sett. Það er til að allir sem málið varðar sitji við sama borð og þeir sem til fundar boða. Ég er eiginlega orðlaus að heyra málflutning mannsins. Kollegar hans eru lítt hrifnir af honum margir heyrist mér.

Og svo er það hinn kapítuli málsins. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins eru galnir og mjög hneykslaðir og reiðir. En enginn þeirra þorir að koma fram undir nafni og reifa skoðanir sínar. Borgarstjórinn virðist hafa það vald yfir þeim að þeir kjósa að tjá sig við fjölmiðla undir nafnleynd. Þetta finnst mér ótrúlegur aumingjaskapur og segir meira en mörg orð um Sjálfstæðisflokkinn og þau vinnubrögð sem þar tíðkast.

Þetta er samt ekkert sérstaklega flókið fyrir gamla góða Villa að finna út hverjir eru svona óánægðir með hann. Þeir eru ekki svo margir borgarfulltrúarnir. Reykvískir kjósendur Sjálfstæðisflokksins virðast hafa kosið borgarfulltrúa sem þora að vera reiðir undir nafnleynd en opinberlega þora þeir ekki að taka á málum. Ef ég væri Sjalli væri ég enn fúlli með heybrækurnar en borgarstjóra þó svo hann hafi farið út fyrir öll velsæmismörk.


mbl.is Vilja fara með Orkuveitufund fyrir dómstóla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

http://siggisig.blog.is/blog/siggisig/entry/328910/

Sigurður Sigurðsson, 5.10.2007 kl. 12:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 818829

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband