4.10.2007 | 21:50
Átak í umhverfismálum.
Í síðustu viku fórum við félagarnir ég og Jón Birgir verkefnisstjóri umhverfismála til Kolding í Danmörku og kynntum verkefni þau sem valin voru hér í tengslum við endurheimt líffræðilegs fjölbreytileika. Aðeins af heimasíðu Akureyrar.
" Akureyrarbær tekur þátt í samnorrænu verkefni sem fjallar um verndun og endurheimt líffræðilegs fjölbreytileika ásamt 12 öðrum sveitarfélögum af Norðurlöndunum. Verkefnið hófst árið 2006 og verður framhaldið til ársins 2010. Hvert sveitarfélag fyrir sig hefur nú skilgreint þrjú verkefni sem þau munu vinna að og voru þau kynnt á sameiginlegum fundi sveitarfélaganna í Kolding í Danmörku dagana 26. 29. september sl.
Á fundinum kynnti Akureyrarbær þrjú verkefni sem sveitarfélagið mun vinna markviss að til ársins 2010. Í fyrsta lagi er um að ræða endurheimt gróðurlendis á Glerárdal, þ.e. að loka sorphaugunum, jafna jarðveginn, sá í hann og opna svæðið almenningi.
Í öðru lagi aðgerðir gegn útbreiðslu Skógarkerfils í Hrísey og endurheimt gróðurlendis í eyjunni.
Að síðustu var kynnt endurheimt votlends í Naustaborgum með það að markmiði að auka fuglalíf. Það verður m.a. gert með því að fylla upp í skurði og fá þannig aftur það vatn sem áður var þurrkað upp.
Jón Birgir Gunnlaugsson forstöðumaður umhverfismála og Jón Ingi Cæsarsson formaður skipulagsnefndar og varaformaður umhverfisnefndar kynntu verkefnið fyrir hönd Akureyrarbæjar."
Hér lýkur tilvitnun í heimasíðu Akureyarkaupstaðar. Þessi ferð okkar Jónana var skemmtileg og gefandi og við urðum vel varir við að þau verkefni sem við ætlum að takast á við næstu þrjú árin í verkefninu countdown 2010 vöktu mikla athygli.
Myndin hér að ofan er tekin í miðborg Kolding sem er afar snyrtileg og falleg borg á Jótlandi. Það er afar þægilegt fyrir okkur íslendinga að flugfélagið Iceland Express flýgur beint til Billund á Jótlandi sem auðveldar mjög ferðir til þess hluta Danmerkur.
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
agny
-
malacai
-
megadora
-
gumson
-
skagstrendingur
-
agustolafur
-
bjarnimax
-
bleikaeldingin
-
bookiceland
-
gattin
-
bibb
-
dofri
-
ragnagrondal
-
fsfi
-
saltogpipar
-
gisliivars
-
gretar-petur
-
lucas
-
mosi
-
gudrunkatrin
-
nelson
-
coke
-
hehau
-
hemba
-
helgivilberg
-
hildajana
-
hildurhelgas
-
himmalingur
-
hlynurh
-
slubbert
-
minos
-
hordurj
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jakobk
-
leicester
-
rabelai
-
jonhalldor
-
joninaros
-
jonerr
-
jonsnae
-
thjodarskutan
-
kafteinninn
-
ktomm
-
kjarri
-
kjarrip
-
ksk
-
kristjanmoller
-
larahanna
-
lara
-
lillagud
-
magnusmar
-
olafurjonsson
-
skari60
-
pallijoh
-
ljosmyndarinn
-
fjardarheidi
-
safi
-
siggisig
-
stebbifr
-
svavaralfred
-
svenni
-
saemi7
-
saevarh
-
sollikalli
-
valdisa
-
vestfirdir
-
tbs
-
thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.4.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já, satt segirðu að það er frábært að fara til Jyllands.
Skógarkerfill, er það ekki skógræktarstjóri Ríkisins? Sá kerfiskall sem vinnur að málenfum skógræktar. Alveg eins og skúrkur er maður sem vinnur við ræstingar!
Jón Halldór Guðmundsson, 5.10.2007 kl. 15:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.