Draumórar ?

Þetta kemur mér svo sem ekki á óvart. Mér hefur fundist umræðan um norð-vesturleiðina eins og hún hefur verið hér á landi nokkuð draumórakennd. Þó svo ís sá minni nú á þessu svæði en í áratugi, ef til vill árhundruð er hún alls ekki opin sem slík.

Þó svo ísbreiðan rofni um hásumarið er þessi leið lokuð 10 - 11 mánuði á ári og þó svo enn bráðni og leiðin verði kannski fær 4-6 mánuði á ári vegna íss þá er að mörgu öðru að hyggja. Veður eru válynd á þessum slóðum umfram hefðbundnar siglingaleiðir sunnar, svæði við Norðuríshafið eru strjálbýl og óbyggð víðast hvar og því litla þjónustu að hafa.

Nú hafa sérfræðingar og talsmenn skipafélaga kveðið upp úr með að þeir telji að þetta sé ekki raunhæfur kostur jafnvel svo ís minnki. Margt annað spili inn í.

Umræðan hér á landi hefur verið svolítið draumórakennd og manni hefur helst virst að menn telji að þetta sé að bresta á og Ísland ætli sér stóra hluti í þessu. Sennilega þurfum við að bíða nokkuð áður en þessi kostur fer að hafa áhrif og gróða hér á landi.


mbl.is Ólíklegt að norð-vesturleiðin verði notuð þótt hún opnist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við skulum dreyma áfram. Segjum að stóru skipafélögin nýti sér þetta ekki, er þá ekki upplagt að stofna nýtt skipafélag sem keyrir hin skipafélögin í kaf með ódýrari og fljótari fluttningi, þó það sé bara yfir sumartíman.

Ekki gleyma að veður eru ekki vályndari á norðurskautinu en á Íslandi.

Ég segi þetta að mestu í hálfkæringi

Höski (IP-tala skráð) 3.10.2007 kl. 09:38

2 identicon

Þú veist að þesi frétt er um norð vesturleiðina... En sú leið sem Íslendingar munu hagnast á er norð austurleiðin. Mikill munur á þessu.

Gummi (IP-tala skráð) 3.10.2007 kl. 12:55

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Já ég veit það...en norðausturleiðin er raunverulega enn lengra frá því að opnast en það gerðist augnablik í sumar...eða frá byrjun sept og fram að miðjum mánuði. Við íslendingar höfum verið að horfa á slíkt í víðu samhengi á norðurslóð.

Jón Ingi Cæsarsson, 3.10.2007 kl. 13:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband