3.10.2007 | 07:51
Vandamál flokks.
Frjálslyndir eru í vanda. Þó svo formaðurinn kjósi að bera sig vel sjá þetta allir. Vandmál þessa flokks er ákveðin málefnafátækt sem kemur fram í einhæfri umræðu og líklega er það nokkuð rétt að Frjálslyndir eru í reynd eins máls flokkur.
Stóra vandamál flokksins eru samt ekki málefnafátækt sem slík. Innanborðs á bænum eru mjög margir sem hafa haft það fyrir venju að lenda upp á kant við það fólk og flokka sem þeir áður störfuðu í. Guðjón sjálfur var erfiður í Sjálfstæðisflokknum, Jón lögfræðingur hefur verið kverúlant í pólitík síðan ég man eftir mér og síðast en ekki síst má nefna Kristinn Gunnarsson sem setur alla þá flokka sem hann starfar í á annan endan.
Ég held að tími Frjálslynda flokksins sé liðinn. Kjósendur flokksins sætta sig varla við það til lengdar að menn í forustunni séu að hnotbítast í fjölmiðlum látlaust. Flokknum hefur líka förlast í sérstöðu sinni í sjávarútvegsmálum og þar með er brostinn grunnurinn.
Ég held að þingmenn flokksins muni týnast heim á kjörtimabilinu eins og einn þeirra gerði á því síðasta. Þó mun það enda þannig að þeir nái ekki framgangi á heimaslóð þegar þar að kemur. Svoleiðis hefur saga flóttamannaflokka verið í gegnum áratugina. Svo er það ... hvað er heim hjá Kristni frænda mínum.
Frjálslyndir í ólgusjó | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ætli hann snúi ekki heim til Samfylkingarinnar.
mbk.
Ólafur Sveinn Haraldsson (IP-tala skráð) 3.10.2007 kl. 09:19
Viðar ... svona þjóðernishygga er rugl. Hvernig væri komið fyrir íslenskum fyrirtækjum ef erlendar þjóðir kæmu fram á sama hátt og þú leggur til. Útrásin væri lítil ef td danir segðu dönsk fyrirtæki fyrir dani eina... og þau bresku....aðeins breskt takk....þetta er ótrúlega úrelt hugsun. Ég er hræddur um að td Samherji væri rýrt fyrirtæki ef þeir hefðu ekki getað fjárfest í þýskri útgerð.
Ólafur.... heim er ekki Samfylkingin hjá Kristni..hann fór úr Alþýðubandalaginu í Framsókn...hann ætti eins að fara í VG en þangað fóru vinir hans .... Steingrímur og Ragnar Arnalds. Þess vegna er stóra spurningin hvað er heim hjá Kristni.
Jón Ingi Cæsarsson, 3.10.2007 kl. 13:32
Já alveg rétt Jón, ég gleymdi því að Samfylking er aðeins nýtt nafn yfir Alþýðuflokkinn gamla.
mbk.
Ólafur Sveinn Haraldsson (IP-tala skráð) 3.10.2007 kl. 13:59
Jón Ingi, þú ert að meta stöðuna rangt. Það er rífandi gangur hjá Frjálslynda flokknum. Grasrót flokksins hélt tvo fundi í síðasta mánuði. Á fyrri fundinn mættu hátt í 30. Á seinni fundinn vel yfir 40. Það var mikill hugur í mönnum. Verið er að koma á laggir ungliðahreyfingu undir forystu Viðars Helga. Í kvöld verða stofnuð tvo kjördæmaráð, Reykjavík norður og Reykjavík suður. Ég upplifi ekki annað en meira líf og fjör í flokksstarfinu en ég man eftir frá fyrri tíð.
Jens Guð, 3.10.2007 kl. 14:12
Ólafur....líklega eru einhverjar viðbætur því Alþýðuflokkurinn var 10% flokkur svo nokkru munar...Samfó er þrisvar sinnum stærri.
Jens.... það er þá lítið áberandi útavíð...og í könnunum... 4% síðast og enginn þingmaður.,,auk endalausra frétta af leiðindum og deilum.
Jón Ingi Cæsarsson, 3.10.2007 kl. 15:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.