Skiptum um höfuðstað.

Enn og aftur byrjar umræðan um að Reykvíkingar vilja flugvöllinn burt. Þetta er ótrúlega lífseig umræða og allir sem kynnt hafa sér málin vita að þarna verður flugvöllurinn næstu 10 ár og örgugglega enn lengur. Reykvískir borgrarfulltrúar reyna með reglulegum hætti að slá sig til riddara með yfirlýsingum um að þeir vilji flugvöllinn úr Vatnsmýrinni af því þeir þurfi hann undir íbúabyggð. Mér finnst ástandið á þessu annesi sem Reykjavík ekki það bermilegt að það þoli viðbótarbyggð, umferðin þangað er þegar í tómu tjóni og ömurlegt að reyna að komast leiðar sinnar ef menn eiga erindi á 101 svæðið.

Mér finnst eðlilegt samhliða þessari umræðu um niðurlagningu lífæðar samgangna á Íslandi að Reykjavík afsali sér höfuðborgarhlutverkinu. Ef menn vilja ekki axla ábyrgð sem slíkir þá finnst mér að menn eigi að huga að nýrri höfðuborg þar sem þjónusta við landið allt væri staðsett. Úti á landi búa tugir þúsunda manna og þeir eiga margt undir að samgöngur við höfðuborgina séu góðar. Það eru ekki góðar samgöngur þegar aksturstími til þjónustsvæða er lengri en flugtíminn. Það er heldur ekki raunhæft að allir landsmenn greiði fyrir milljarða fyrirtæki sem flutningur flugvallar er. Ekki hef ég heyrt nein tilboð um að þeir ætli að greiða fyrir þennan flutning.

Íslenska þjóðin á landið sem Reykjavíkurflugvöllur stendur á. Reykvískir borgarfulltrúar hafa engin yfirráð yfir Vatnsmýrinni. Ég held að ummæli eins og hjá Gísla Marteini borgarfulltrúa séu poppulismi sem enga stoð á sér í raunveruleikanum.  Ef hann og hans líkar halda fast við sitt selur ríkið Reykjavík Vatnsmýrina dýru verði og síðan flytjum við flugvöll og höfuðstað þangað sem þeir eru velkomnir.


mbl.is Vatnsmýri fram yfir Geldinganes
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Ég get ómögulega séð að umferðamiðstöð eins og reykjavíkurflugvöllur eigi að ákvarða það hvort bærinn sé höfuðborg eður ei.. Hvaða máli skiptir það hvort einhver bær er kallaður höfuðborg ?  Mín vegna má Dalvík fá þann titil. 

Umm já þótt ég noti völlin talsvert mikið þá vil ég hann samt burt úr Vatnsmýrinni. alvarleg tímaskekkja og framfarastoppari.

Óskar Þorkelsson, 2.10.2007 kl. 08:06

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Óskar...Þetta er þessi naflaýn höfuðborgarbúa.

Því fylgir fleira en tiltill..við flytjum Alþingi, ráðuneytin, Landsspítalann, höfðuðstöðvar þjónustufyrirtækja og allar þær stofnanir sem fylgja opinberri stjórnsýslu og eiga heima í höfðuðborg.

Við þetta losnar enn meira pláss sem breyta má í íbúðir fyrir Reykvíkinga. En ég held nú samt að þess þurfi ekki því ykkur fækkar náttúrulega þegar öll þau störf fara sem gefast vegna höfuðborgarstarfssemi.

Jón Ingi Cæsarsson, 2.10.2007 kl. 08:19

3 identicon

 Þarna er ég algerlega sammála þér Jón Ingi, það er löngu örðið tímabært að fá þennann vinkil í umræðuna þ.e. hvort það sé ekki bara réttast að færa höfuðborgina þangað sem hún má vera, annars eru allar alvöru borgir með flugvöll í miðbænum samanber London með City flugvöllinn.

Jón Ragnar (IP-tala skráð) 2.10.2007 kl. 08:34

4 identicon

Vildi bara vekja athygli á því að London City Airport er ca. 16 km frá miðbæ London meðan flugvöllurinn í Reykjavík er 1 km frá miðbænum.

Hörður (IP-tala skráð) 2.10.2007 kl. 09:45

5 identicon

Sé út undan mér í bandarískum blöðum að flugtæknin sé orðin svo góð að hugsanlega mætti setja upp stuttan flugvöll í Central park í NY!

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 2.10.2007 kl. 10:19

6 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Flytjum völlinn út á Löngusker.  Það uppfyllir það að hann sé stutt frá miðbænum, það losar Vatnsmýrina og loks getum við jafnvel lagt Keflavíkurflugvöll af eða breytt honum í fríverslunarsvæði og fært millilandaflugið á Lönguskerjarvöllinn líka.  Þetta er þó sagt með fyrirvara um veðurfarsathuganir á Lönguskerjum sem ég hef ekki tekið eftir að hafi farið fram.

Næstu skref:  Gera almennilegar veðurfarsathuganir á Lönguskerjum og sjá hvort það er raunhæfur kostur.  Sé sú niðurstaða jákvæð er um að gera að kýla á málið.

Sigurður Viktor Úlfarsson, 4.10.2007 kl. 18:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband