Nudd og nagg.. samvinnufélag.

Þá eru þingstörf að hefjast..vonum seinna. Stjórnarandstaðan ætlar að vinna saman sem er hið besta mál og sennilega nauðsynlegt. Guðni er að komast yfir móðganir Steingríms frá í vor og kannski geta þeir félagar fallist í faðma og unnið saman. Samt gæti það orðið köflótt því þeir félagar eru slíkar prímadonnur að gæti hvesst.

Það er samt orðið svolítið þvingandi fyrir VG og Steingrím hversu þreyttur málflutningur hans er. Ögmundur er síst skárri og ég hjó eftir því að þeir, þ.e. VG ætla að vera á móti ríkisstjórninni eins og það var orðað í fréttinni. Auðvitað ætla þeir að vera á móti, burtséð frá málum og atburðum. Slikt upplegg er ekki traustvekjandi. Það virkar eins og nudd og nagg og flestir eru búinir að fá upp í kok á því hvernig þeir fóstbræður tala.

Ég er sammála Steingrími með það að það þurfu að ná stöðugleika í efnahagsmálin en við erum örugglega ekki sammála um leiðir. Meðan hann leggur til gamaldags plástrameðferð og reddingar vil ég sjá endurskoðaða sýn til lengri tíma...upptöku evru og inngöngu í ESB. Það er í það minnsta skylda okkar að láta kanna það til þrautar.  Svo víður er sjóndeildarhringurinn ekki á Gunnarsstöðum og ég reikna með gömlu lummunum a...la. 1970.

Ég er svo velviljaður þeim félögum mínum í VG að leggja það til við þá að breyta stíl og efnistökum. Ef þeir halda áfram á sömu braut nenna engir að hlusta á samvinnufélagið Nudd og Nagg. En þetta hentar ríkisstjórninni ágætlega því ef þetta heldur svona áfram þarf ekki að hafa nokkrar áhyggjur af þessari stjórnarandstöðu.


mbl.is VG: Endurheimta þarf jafnvægi og stöðugleika í efnahagsmálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband