Sterk ríkisstjórn athafnastjórnmála.

Mér kemur ekki á óvart að fylgi stjórnarflokkanna aukist. Það hefur verið allt annar bragur á athöfnum og umræðu síðustu mánuði. Löngu dauð ríkisstjórn Frammara og Sjalla var búin að drepa allt í dróma hér á landi.

Framundan eru stórar ákvarðanir til bóta fyrir land og þjóð. Tekist verður á við óréttlætið í félagslega kerfinu, utanríkismál fá allt annan svip, umhverfismál fá allt aðra stöðu og svona mætti lengi telja. Hvað sem öðru líður, frálslynd athafnastjórn í stað kulnaðar, gamalsdags ríkisstjórnar sem dó fyrir löngu.

Áherslur og yfirbragð ráðherra Samfylkingarinnar er allt annað en steingeldra Framsóknarráðherra sem komu og hurfu með hraða ljóssins. Þessi þjóð á annað og bera skilið en stefnu og áherslur Guðna og félaga, enda mælist sá flokkur enn í bjórlíkissyrk.

Málflutingur stjórnarandstöðunnar er líka að hjálpa til. Barlómur og afturhaldsraus vinstri grænna hjálpar ríkisstjórninni mikið og minnir þjóðina á hvað bera að varast.

Frjálslyndir virðast í andaslitrunum og skal engan undra, þar takast á hópar og sundurþykkjan í fjölmiðlum flesta daga. Síðast hvernig Sigurjón var svikinn í framkvæmdastjóramálinu.

Við hefur tekið ríkisstjórn sem hefur alla burði til að breyta íslensku þjóðfélagi og það er það sem hún ætlar sér. 

 


mbl.is Fylgi ríkisstjórnarinnar 70% samkvæmt nýrri könnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki að undra þar sem að stjórnin fær frið fyrir fjölmiðlum sem eru í eigu stuðningsmanna hennar.

Þetta er reyndar ekki ríkisstjórn Íslands, heldur ríkisstjórn Höfuðborgarsvæðisins, enda eru flestir ráðherrarnir úr Höfuðborgarkjördæmunum.  Einungis tveir ráðherrar geta talist fulltrúar landsbyggðarinnar, Kristján Möller og Einar Guðfinnsson (svona rétt telst til landsbyggðarinnar). 

Solla er byrjuð að planta vinnkonum sínum í hinar ýmsu opinberu áhrifastöður í stjórnskipulaginu sem formönnum í ráðum og nefndum, forstöðukonum hér og þar.  Hún er þannig komin með hirð kvenna í kringum sig.  Samfylkingin er þar með að vera stærsta atvinnumiðlun landsins.

Það sem þessi stjórn mun afreka, verður að hlutur landsbyggðarinnar verður enn rýrari en nú er, við munum sjá Höfuðborgarsvæði sem er stærra og sterkara en nú er, allt á kostnað landsbyggðarinnar.  Allt stefnir í 2-3 álver á Suð-Vesturhorninu, og álíka mörg netþjónabú og gagnavinnsluver þar líka.  Sannaðu til! 

Bárður Þórðarson (IP-tala skráð) 1.10.2007 kl. 15:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband