Stórt vandamál.

Þetta er að verða stóra vandamálið í Íslenskri náttúru. Vélhjólamenn, oft mjög ungir drengir á óskráðum hjólum vaða yfir landsvæði og hlífa engu. Hér á árum áður voru óprúttnir jéppamenn sem skemmdu land og svifust einskis. Það hefur lagast stórkostlega seinni árin og er ekki skíst að þakka þá hugarfarsbreytingu samtökum eins og 4x4.

Hagsmuna og áhugamannsamtök eru ómetanleg og eru sennilega það sem mest áhif hefur þegar mál eru tekin til sérstakrar meðferðar þeirra sem næstir eru.

Því miður er þetta nýja, eða kannski ekki alveg nýja, vandamál illviðráðanlegt. Ég sé oft óskráð torfæruhjól á viðkvæmum svæðum eins og td í friðlandinu í óshólmum Eyjafjarðarár þar sem mótorhjólum er ekið miskunarlaust eftir árfarvegum og grónu skorningu með skelfilegum afleiðingum. Þó maður hringi í lögreglu eru sökudólgarnir á bak og burt löngu áður en lögregla mætir á staðinn auk þess sem erfitt er að hafa hendur í hári manna sem slíkt stunda. Annar staður eru hinar viðkvæmu Súlumýrar þar sem víða má sjá sár eins og getur að líta á Arnarvatnsheiði.

Ef huga á að lausnum þarf stefna að hugarfarsbreytingu þessara manna. Ég veit að það er erfitt að ná til þessa hóps enda er hann sundurleitur og tilheyrir sjaldnast samtökum eða félögum. Líklega verður að herða refsirammann mikið til að takst á við þetta auk þess sem stórauka þarf fræðslu. Það þarf hreinlega að gera hjól upptæk hjá þeim sem nást til senda ákveðin skilaboð.


mbl.is Apakettir á vélhjólum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

'' Ég veit að það er erfitt að ná til þessa hóps enda er hann sundurleitur og tilheyrir sjaldnast samtökum eða félögum''

Eg vil benda bréfritara á heimasíður eins og motocross.is og KKA.IS þannig að hann geti kynnt sér það gríðarlega starf sem unnið er meðal hagsmunasamtaka torfæruhjólaeigenda. 

Elmar Einarsson (IP-tala skráð) 25.9.2007 kl. 08:04

2 identicon

Það er athyglivert að þú sért að hrósa 4x4 fyrir átak í umhverfismálum,en er þér ljóst hve fjölmennur hópur er farin að stunda torfæruakstur á hjólum á Íslandi. Ekki að það afsaki neitt,en aðstöðuleysi fyrir þenna hóp er í mörgum landshlutum algjört,og það er óþolandi því eigendur þessara tækja borga skatta og skyldur af þessum tækjum

Er þér kunnugt um umbyggingar starf klúbba eins og VÍK,KKA og fleirri.

#61 (IP-tala skráð) 25.9.2007 kl. 08:12

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Ég veit að stórir hópar manna eru í samtökum sem tengjast þessu sporti.

Ég veit líka að sá hópur sem er ekki í samtökum og eru á slíkum hjólum hefur stækkað gríðarlega og mér finnst líklegt að þeir sem stunda slík óhæfuverk sem lýst er í Moggagreininni séu ekki hluti af skipulögðum samtökum. Vandamálið er til staðar og vaxandi og það þekkjum við vel sem tengjumst umhverfismálum með einhverjum hætti.

Jón Ingi Cæsarsson, 25.9.2007 kl. 10:31

4 identicon

Þegar betur er að gáð sést að förin á myndinni er eftir fólksbifreið eða jeppling.  Bil milli hjóla er mun minna á fjórhjólum en það sem sést á myndinni.

Johann ingi Sigtryggss (IP-tala skráð) 25.9.2007 kl. 10:35

5 Smámynd: FLÓTTAMAÐURINN

Endilega komdu með rök fyrir því að þetta séu mjög ungir drengir á óskráðum hjólum????

FLÓTTAMAÐURINN, 25.9.2007 kl. 13:38

6 Smámynd: Óskar Þorkelsson

tek undir hjá jóhanni, þetta eru greinileg fólksbílahjólför eða jeppalingur.

Óskar Þorkelsson, 25.9.2007 kl. 13:54

7 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Ungir drengir á óskráðum hjólum á ekki við þennan atburð sérstaklega. Ég er að tala almennt um vandamálið og hér á Akureyri er þetta stórt og vaxandi vandamál og eimitt þessi hópur, ungir karlmenn á óskráðum hjólum sem er stóri hópurinn sem er að brjóta og beygja reglur

Jón Ingi Cæsarsson, 1.10.2007 kl. 10:15

8 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Óskar...fólksbíll kemst ekki yfir svona dý og varla jepplingur....en það er ekki málið...þessir menn náðust og hafa viðukennt brot sitt.

Jón Ingi Cæsarsson, 1.10.2007 kl. 10:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 818824

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband