Þá steig niður maður frá geimverum.

Merkisatburður hefur átt sér stað á Suðurlandi. Maður nokkur sem hrifinn var burt af geimverum fyrir tólf árum síðan hefur stigið aftur til jarðar. Á þessum tólf árum hefur margt breyst og um leið og maðurinn stígur út úr brottnámsgeislanum mælir hann vísdómsorð af munni.

„Ég er sannfærður um það að einn af stóru þáttunum sem orsaka verðbólgu og háa vexti er allar þessar gríðarlegu íbúðabyggingar sem trúlega eru að hluta til byggðar á fölskum forsendum eða tilbúnum væntingum. Einn daginn kemur maður til höfuðborgarinnar og þar er risið nýtt hverfi. Búið er að byggja 1000 íbúðir umfram þarfir á höfuðborgarsvæðinu. Ég fer á milli Selfoss og Hveragerðis og þar er verið að mæla fyrir 1000 manna þorpi milli þessara stóru staða. Hverjir ætla að búa þarna? Við erum að byggja yfir þjóð sem ekki er til í landinu.

Þar mælir Framsóknarmaður sem svifið hefur um í óravíddum geimsins og atburðarrás áranna hefur svifið hjá. Nú þegar hann hefur aftur svifið inn í það þjóðfélag sem hann yfirgaf fyrir 12 árum sér hann afleiðingar 90% vaxta, gjafa þjóðareigna til vildarvina flokksins og afturhaldsamarar fjármálastjórnunar. Nú eiga Framsóknarmenn þessa lands flestar eigur þjóðarinnar og hafa 400 milljónir í árstekjur.

Það er gott að vera saklaus og hafa verið á braut með geimverum meðan flokksbræður unnu skemmdarverk á þjóðareign og auði. En nú er hann kominn aftur og þá hefst nýtt skeið í sögu þjóðarinnar. Guðni hefur snúið aftur.


mbl.is Það vantar gagnrýnið samfélag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Svona þegar þú minnist á það.. þá er Guðni sennilega geimvera !

Óskar Þorkelsson, 23.9.2007 kl. 15:55

2 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Ég held að Guðni sé þáttakandi í löngum raunveruleikaþætti, sem snýst um það að hann grínast stöðugt og skopast að öllu í sínu stjórnmálalífi.  Leiknm mun svo ljúka, eins og gerðist í sögunni um nýju fötin keisarans,  með þvi að einhver bendir á hann og segir; "Þú ert að kinda okkur öll".

Jón Halldór Guðmundsson, 24.9.2007 kl. 00:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 818824

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband