Fortíðarraus.

Þetta eru líklega sömu menn og vildu að allt væri gefið frjálst og allir mættu keppa við alla. Íslandspóstur er hlutafélag í samkeppni og það er hjákátlegt að heyra þetta fortíðarraus í samtökum sem þykjast vilja gera vel við neytendur á tyllidögum.

Svo þegar samkeppnin er þeim ekki að skapi á að stöðva hana. Hver kannast ekki við þennan söng frá því Framsóknarflokkurinn, kaupfélögin og Sís drápu alla samkeppni jafnóðum og hún var reynd. Samtök verslunar og þjónustu virðast vilja velja þá sem mega vera í samkeppni og ég átta mig ekki á því af hverju þeir vilja undanskilja Póstinn. Eru þeir kannski hræddir um að neytendur fái betri þjónustu og betri verð en þeim hugnast. Spyr sá sem ekki veit.

Það er allavega kristaltært í mínum huga að þessi hjákátlega umræða er ekki vegna þessi að þessi ágætu samtök séu að hugsa um neytendur heldur eigin rass og gróða. Það er kominn tími til að neytendur njóti þess besta úr samkeppninni, fái gott úrval og góð verð enn ekki sjálfvalið einokunarverð þeirra sem skipta með sér bitunum að eigin vali. Smile


mbl.is SVÞ gagnrýna Íslandspóst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband