Samkeppni eða ekki.

Stundum botna ég ekki í Sjálfstæðisflokknum og þeim sem þar ráða för. Þeir berja sér á brjóst og vilja hlutfélagavæða og einkavæða út og suður og eru sannir á trú sinni á kapitalisma og samkeppni. Það hefur heldur betur kristallast í umræðum um orkumál og fjarskiptamál. Þar vill Sjálfstæðisflokkurinn einkavæða og vísa til samkeppni og stöðu á markaði. Síðast má muna undarlegar skoðanir Sigurðar Kára á samkeppnisstöðu Íslandspósts hf.

En svo er það hinn Sjálfstæðisflokkurinn sem stendur vörð um úrelt kerfi í fiskveiðistjórnun og ekki síður í landbúnaði. Málflutningur flokksins í þeim málaflokki er nákvæmlega eins og Framsóknarflokksins anno 1916. Þar á að undanskilja einokunarfyrirtækin frá samkeppnislögum og láta neytendur borga brúsann.

Eins er málflutningur flokksins í Evrópu og mynntbandalagsmálum. Ber vott um staðnaða hugsun og íhaldsemi. Þess vegna veltir maður því stundum fyrir sér hvernig flokkur Sjálfstæðisflokkurinn er ?? Er hann kannski bara ofvaxinn Framsóknarflokkur og ástæður rýrnunar þess flokks að mannskapur og hugmyndafræði hafa streymt inn í bláa staðnaða tröllið í Valhöll.....hver veit ?


mbl.is Vill auka frjálsræði í landbúnaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 818828

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband