Hvernig flokkur er VG og hvað eru þeir að gera ?

Ég hef alla tíð verið jafnaðarmaður í hugsun held ég. Það var þó ekki fyrr en 1977 sem ég fór að taka þátt í stjórnmálastarfi með beinum hætti. Þá var ég 25 ára og það þótti nokkuð seint til leiks mætt. En síðan hef ég verið í þessu meira og minna og starfið og hugsunin hefur verið samofin mér síðan þá.

Ef til vill fór ég svona seint af stað í starf að mér fannst ég hvergi sjá eitthvað sem ég gæti fellt mig við að starfa fyrir. Í Gaggó var nokkuð mikill áhugi á stjórnmálum á tímabili og menn skipuðu sér í flokka með afgerandi hætti. Að vísu voru þarna nær eingöngu Framsóknarmenn og Sjálfstæðismenn, kratar þóttu lítt merkilegir og kommarnir í Alþýðubandalaginu voru lítt spennandi að mati unglinganna á þeim tíma. Ég fann mér engan flokk á þeim tíma sem mér fannst þess virði að berjast fyrir. Þetta varð til þess að ég fór að lesa mér til um stjórnmál í Evrópu og ekki leið á löngu þar til ég fór að átta mig á að hugsun mín og áhugi var í anda sócialdemókrata á Norðurlöndum. Sérstaklega var ég hrifinn af sænsku jafnaðarmönnunum á þessum árum. Það fór svo að lokum að ég fór að starfa með Alþýðuflokknum og var þar í starfi með ungum jafnaðarmönnum um hríð. Aldrei var ég samt fullsáttur við Kanadekur kratanna sem virstist illt að losna við. Alþýðuflokkurinn náði aldrei því frumkvæði í utanríkismálaumræðunni eins og möguleiki var á.

Nú hefur Samfylkingin tekið upp málflutning sem hugnast mér sem Evrópusinnuðum jafnaðarmanni. Augu Íslands munu í æ ríkari mæli beinast að Evrópu og þegar hefur verið boðuð kúvending í varnarmálum þjóðarinnar. Samfylkingin er sá flokkur sem ég var að bíða eftir á unglingsárunum þegar mér meira að segja datt í hug að flytja til Norðurlandanna, því ef Múhameð kemur ekki til fjallsins...o.s,frv.

Og svo að fyrirsögninni á blogginu. Hvernig flokkur er VG ? Eins og ég sagði áðan var Alþýðubandalagið sérkennilegt bandalag þar sem hver höndin var upp á móti annarri. Það fór þó lágt og hefur ekki opinberast almennilega fyrr en seinni árin. Sumir hafa haldið því fram að Samfylkingin hafi tekið upp vinnubrögð Alþýðuflokksins en VG sé einhverskonar upprisið Alþýðubandalag. Að mínu mati stemmir hvorug. Samfylkingin er jafnaðarmannaflokkur með Evrópsku sniði, nokkuð sem Alþýðuflokkurinn náði aldrei að verða. Flokkurinn er aðeins 7 ára en hefur þegar fundið fjölina sína og er að verða sterkur og heilsteypur flokkur á mettíma.

VG er sérkennilegt fyrirbæri. Steingrímur J fór í fýlu af því hann sá framá að stjórnmálamenn eins og hann ættu lítið erindi í flokk sem ætlaði sér að vera frjálslyndur og framfarasinnaður jafnaðarmannaflokkur. Þess vegna stofnaði hann einhverskonar flokk sem er blanda af grænum áherslum til að lokka til sín fylgi og síðan gæsluflokkur gamaldags sócialisma og forsjárstjórnmála. Flokkurinn hefur á sér það yfirbragð að vera sífellt á móti því sem verið er að gera hverju sinni. Nú þegar kaninn er farinn af Keflavíkurflugvelli hafa VG lagst í andstöðu við varnarbandalag það sem verið er að þróa til austurs innan Nató sem flestir eru sammála um að við eigum að sinna. Kaldastríðskór Steingríms og Ömundar spilar nú Kremlarsínfóníuna af miklum krafti og gera lítið úr þeim breytingum og stefnumörkun sem verið er að vinna að. Það er eiginlega ótrúlegt hvernig er hægt að daga svona uppi á 21. öldinni.

Ögmundur skrifar grein í Moggann í dag þar sem hann ræðst að Samfylkingunni fyrir þessa vinnu og stefnubreytingu. Þessi grein er ótrúlega ómálefnaleg og lítt skiljanleg þeim sem eru nútímalegir í hugsun. Þetta er m.a. það sem VG eru að býsnast yfir á ráðstefnu sinni á Flúðum. Ég hef ekki heyrt múkk í formanni BSRB um misskiptingu í þjóðfélaginu, komandi kjarasamninga eða annað sem sæmilega vinstri sinnaðir menn ættu að vera að spá í núna. Hann hefur einnig brugðist þeirri skyldu sinni sem formaður BSRB að sinna samþykktum þings samtakanna um að láta fara fram markvisst starf innan samtakanna hvað varðar framtíð Íslands í alþjóðasamfélaginu. Að mínu  mati er það farið að skaða samtök opinberra starfsmanna að formaður þeirra er afturhaldssamur og forpokaður kommúnisti af gamla skólanum. Hann leggur nótt við dag að halda Íslandi í einangrun frá alþjóðasamfélaginu og ætti því að huga að því að hætta sem formaður samtaka launafólks. Með þessu vinnur hann gegn hagsmunum skjólstæðinga sinna.

Niðurstaða mín er að VG er þröngsýnn, afturhaldssamur flokkur sem líður sárlega fyrir forustumenn sína. Möguleiki þessa flokks er að skipta um forustu því þeir sem þar ráða för hafa fyrir löngu sýnt samfélaginu að þeir eru ekki samvinnuhæfir fyrir afturhald og þröngsýni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Jóhannesson

Vil sem minnst um VG segja, þeir dæma sig sjálfir. En skrif Ögmundar á undanförnum vikum bera merki um að greinarhöfundur er  nær ekki að vinna úr gremjunni sem fylgdi þeirri staðreynd að engin vildi vinna með þeim (VG) að kosningum loknum.

Páll Jóhannesson, 2.9.2007 kl. 11:17

2 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Góður nafni. Gaman þegar svolítið hvín í mönnum.

Jón Halldór Guðmundsson, 2.9.2007 kl. 23:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 818824

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband